Íþróttir

true

Skagakonur úr leik í Mjólkurbikarnum

Skagakonur eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2:4 tap gegn Augnabliki í leik sem fram fór á Kópavogsvelli í gær. Leikurinn byrjaði vel hjá ÍA þegar Anna Þóra Hannesdóttir kom liði sínu yfir á 19. mínútu. En heimakonur í Augnabliki náðu að jafna metin á 33. mínútu með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur og staðan 1:1…Lesa meira

true

Öruggur sigur Víkings gegn Þrótti

Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð til Reykjavíkur í gær og sigraði Þrótt nokkuð örugglega 3:1 í Mjólkurbikarnum í leik sem fram fór á Eimskipsvellinum í Laugardal. Það var Harley Bryn Willard sem skoraði fyrsta markið fyrir gestina eftir um hálftíma leik. Willard var aftur á ferðinni þremur mínútum fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu og…Lesa meira

true

Höfðu ekki erindi sem erfiði á Hlíðarenda

Valur hóf titilvörn sína á 2-0 heimasigri gegn ÍA í gær, í opnunarleik Íslandsmótsins í knattspyrnu sem fram fór á Hlíðarenda. Fyrri hálfleikurinn í leiknum var lítið fyrir augað, en Valur byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og uppskar mark á 55. mínútu þegar Patrick Pedersen skoraði eftir undirbúning Kaj Leo. Ellefu mínútum síðar var Ísak…Lesa meira

true

Vesturlandsslagur á sunnudaginn

Vesturlandsslagur verður í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á sunnudaginn, 2. maí, þegar Skallagrímur fær Snæfell í heimsókn. Viðureignir þessara nágrannaliða eru oftar en ekki æsispennandi og má því búast við hörku og spennu á sunnudaginn. Síðasta viðureign þessara liða var í lok febrúar þegar Skallagrímur sigraði með aðeins einu stigi, 65-66. Snæfell situr nú…Lesa meira

true

Íslandsmeistararnir of stór biti fyrir Skallagrímskonur

Íslandsmeistarar Vals og Bikarmeistarar Skallagríms mættust á Hlíðarenda í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Þar urðu vonir bikarmeistaranna um sæti í úrslitakeppninni að engu en Valskonur sigruðu með 80 stigum gegn 63. Bæði lið mættu sterk til leiks og skiptust á að leiða í upphafsfjórðungnum og var staðan 17-14 heimakonum í vil í…Lesa meira

true

Snæfell sigraði KR í gær

Snæfell hafði betur gegn KR þegar liðin mættust í Hólminum í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í gær, 77-61. Leikurinn fór rólega af stað og liðin voru frekar jöfn að stigum framan af upphafsfjórðungnum. En síðustu tvær mínútur leikhlutans tóku heimakonur stökk og skoruðu tíu stig gegn tveimur og staðan 21-12 þegar leikhlutinn kláraðist. Lítið…Lesa meira

true

Tap hjá Snæfelli í Keflavík

Snæfellskonur máttu sætta sig við tap gegn Keflvíkingum þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn, 91-67. Leikið var í Keflavík. Snæfellskonur komu sterkar til leiks og voru fljótlega komnar níu stigum yfir heimakonur, 3-12. Þá virtust Keflvíkingar taka við sér og minnkuðu muninn niður í eitt stig rétt fyrir lok upphafsfjórðungsins,…Lesa meira

true

Tap hjá Skallagrímskörlum á Ísafirði

Skallagrímsmenn máttu játa sig sigraða gegn Vestra þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið, 102-85. Leikið var á Ísafirði. Lið Vestra var sterkara liðið á vellinum allan tímann. Snemma í upphafsfjórðungnum voru heimamenn búnir að ná forskotinu og voru komnir níu stigum yfir gestina áður en leikhlutinn rann út. Í öðrum…Lesa meira

true

Góður sigur Skallagrímskvenna í Vesturbænum

Skallagrímskonur unnu góðan útisigur á KR þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn, 80-88. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Borgnesingar stjórnina í sínar hendur og sigruðu í leiknum. KR konur voru með forystuna fyrstu mínútur leiksins en áttu svo tæplega þrjár stigalausar mínútur sem Borgnesingar nýttu vel og komust sjö stigum…Lesa meira

true

Kári mætir Skallagrími í Mjólkurbikarnum

Skallagrímur úr Borgarnesi sigraði Snæfell úr Stykkishólmi örugglega 5:1 í Mjólkubikarleik í knattspyrnu í gær. Spilað var í Ólafsvík. Skallagrímur mætir því Kára í Vesturlandsslag í næstu umferð í leik sem fram fer í Akraneshöllinni. Kári slapp auðveldlega í gegnum 64 liða úrslitin þar sem Vængir Júpíters drógu sig úr keppni áður en leikurinn átti…Lesa meira