Íþróttir

true

Hjörtur sló markametið

Skagamaðurinn Hjörtur Hjartarson skoraði í gær fimm mörk fyrir SR á móti liði Gullfálkans í 4. deildinni í knattspyrnu. Þar með sló hann markamet Vilbergs Marinós Jónassonar sem hann jafnaði í síðustu viku í leik gegn Skallagrími og er nú kominn með alls 222 mörk í 399 leikjum á Íslandsmótinu. Hjörtur splæsti í stöðufærslu og…Lesa meira

true

Skallagrímur og Reynir H með góða sigra

Skallagrímur og Reynir Hellissandi spiluðu í gærkveldi sína fyrstu heimaleiki í 4. deildinni í fótbolta og unnu bæði liðin örugga sigra. Skallagrímsmenn léku gegn Álftnesingunum í KFB og unnu stórsigur 7-1. Skallagrímsmenn komust í 5-0 eftir klukkutíma leik með tveimur mörkum Sigurjóns Ara Guðmundssonar og þeir Mario Pascual, Viktor Már Jónasson og Declan Redmond voru…Lesa meira

true

Naumt tap Skagamanna gegn Blikum í gær

Skagamenn léku við Breiðablik á Akranesvelli í 6. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í gærkvöldi. Lítið var að gerast í fyrri hálfleik en Blikar komust yfir á 42. mínútu með marki Gísla Eyjólfssonar og staðan í hálfleik 0-1. Skagamenn gerðu þrjár skiptingar í hálfleik og það bar fljótt árangur því Viktor Jónsson jafnaði leikinn…Lesa meira

true

Vestri sendi Skallagrímsmenn í sumarfrí

Ísfirðingar í Vestra sendu Skallagrímsmenn í sumarfrí þegar þeir sigruðu þá síðarnefndu og tryggðu sér þannig miða í úrslitarimmuna í 1. deild karla í körfuknattleik i gær. Vestri var kominn í vænlega stöðu fyrir þriðju viðureign liðanna en þeir sigruðu Skallagrím í öðrum leik á heimavelli þeirra í Borgarnesi á föstudaginn var, 75-68. Vestramenn þurftu…Lesa meira

true

Besti leikur Víkings þrátt fyrir tap

Víkingur Ólafsvík tapaði gegn Kórdrengjum 1:3 í leik í Lengjudeildinni í fótbolta sem fram fór í Ólafsvík á föstudagskvöldið. Þrátt fyrir tapið lék liðið sinn besta leik það sem af er móts. Víkingur kom ákveðinn til leiks og fékk upplögð tækifæri til að ná forystunni m.a. skot í stöng og rétt yfir markið frá Harley…Lesa meira

true

Skagakonur töpuðu gegn KR

Kvennalið ÍA lék á föstudagskvöldið gegn kvennaliði KR í Lengjudeild kvenna, í leik sem fram fór á Meistaravöllum í vesturbæ Reykjavíkur. Heimakonur í KR náðu forystunni á 14. mínútu með marki frá Guðmundu Brynju Óladóttur en Sigrún Eva Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir Skagakonur á 42. mínútu og staðan því 1:1 í hálfleik. Eftir um tíu…Lesa meira

true

Mikilvægur sigur Skagamanna gegn HK

Skagamenn unnu afar mikilvægan 3:1 sigur gegn HK í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi þegar liðin áttust við í Pepsí Max deildinni í fótbolta. Í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar er afar mikilvægt að sigra liðin sem eru á svipuðum slóðum og það gerðu Skagamenn örugglega. Heimamenn í HK fengu draumabyrjun og náðu forystunni…Lesa meira

true

Káramenn töpuðu í uppbótartíma í Sandgerði

Káramenn voru nálægt því að landa stigi þegar þeir léku gegn Reyni frá Sandgerði í leik sem fram fór syðra í gær. Káramenn byrjuðu leikinn vel og Andri Júlíusson kom þeim yfir með marki úr vítaspyrnu á 33. mínútu leiksins. En Kristófer Páll Viðarsson jafnaði metin fyrir heimamenn í Sandgerði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þannig…Lesa meira

true

Tap hjá Skallagrímsmönnum í fyrsta leik

Hjörtur Júlíus enn á skotskónum 46 ára gamall Skallagrímur lék sinn fyrsta leik í 4. deild karla þetta sumarið þegar þeir mættu Skautafélagi Reykjavíkur á Þróttarvelli í Laugardalnum í gærkveldi. Heimamenn komust yfir á 18. mínútu þegar Helgi Kristjánsson skoraði og síðan varð Declan Joseph Redmond fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því…Lesa meira

true

Tap í fyrsta leik undanúrslita gegn Vestra

Skallagrímsmenn fóru fýluferð vestur á Ísafjörð í gær þegar þeir mættu Vestra í undanúrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik. Skallagrímur hafði áður tryggt sig áfram í undanúrslitakeppnina með sigri á Álftanesi síðastliðinn föstudag og var leikur Skallagríms og Vestra sá fyrsti í einvígi liðanna en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslitaviðureignina.…Lesa meira