Íþróttir

true

Skallagrímsmenn aftur á toppinn

Skallagrímsmenn tóku á móti liði Berserkja á föstudaginn þegar liðin mættust í fimmtu umferð C riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu. Í síðustu umferð töpuðu Borgnesingar sínum fyrsta leik, gegn liði KÁ, eftir að hafa unnið allar sínar viðureignir á mótinu. Eftir sigur á Berserkjum eru þeir félagar komnir á sigurbraut að nýju. Heimamenn voru…Lesa meira

true

Jafntefli í fjörugum leik

Karlalið ÍA í knattspyrnu skildi að jöfnu við lið HK úr Kópavogi þegar liðin mættust í fjörugum leik í fimmtu umferð Pepsi Max deildar karla á Akranesvelli í gærkvöldi. Skagamenn komu inn í viðureignina fullir sjálfstrausts eftir sannfærandi útisigur gegn Valsmönnum í síðustu umferð á meðan HK-ingar gerðu jafntefli í miklum markaleik gegn Gróttu. Eftir…Lesa meira

true

Gunnar Viðar varð fyrstur til að hlaupa 100 mílur á Íslandi

Gunnar Viðar Gunnarsson í Borgarnesi varð um helgina fyrstur allra til að ljúka viðurkenndu 100 mílna keppnishlaupi á Íslandi. Hlaupið var hluti af viðburðinum America to Europe Ultra, sem nú var haldinn í fyrsta sinn. Boðið var upp á nokkrar vegalengdir en Gunnar var sá eini sem lagði í 100 mílurnar. Hann hljóp af stað…Lesa meira

true

Veðurblíða á Meistaramóti GB

Meistaramót Golfklúbbs Borgarness fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi dagana 30. júní til 3. júlí. Mótið hófst á þriðjudegi og spiluðu kylfingar 18 holur, fjóra daga í röð. Mótið er höggleikur að undanskildum Opnum flokki, sem spilaði með punkta-fyrirkomulagi, en þessi flokkur er settur á laggirnar til að hvetja nýja kylfinga í sportinu til keppni.…Lesa meira

true

Markalaust jafntefli gegn toppliðinu

Káramenn gerðu markalaust jafntefli gegn toppliði Kórdrengja í fjórðu umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Kári er enn án sigurs eftir fjórar umferðir og fyrir síðustu umferð voru þeir með tvö töp og eitt jafntefli að baki. Kórdrengir voru aftur á móti með fullt hús stiga fyrir viðureignina. Eins og fyrr kemur fram…Lesa meira

true

Þrír tapleikir í röð hjá Víkingi

Enn þarf Víkingur Ólafsvík að sætta sig við tap. Liðið tók á móti Fram á Ólafsvíkurvelli í fjórðu umferð fyrstu deildar í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Fyrir leikinn var Víkingur með tvo tapleiki í röð en Fram á sigursiglingu eða þrjá sigra í röð. Með sigurbragð í munni skoruðu gestirnir eftir um það bil kortersleik…Lesa meira

true

Sannfærandi fyrsti sigur Skagakvenna

Kvennalið ÍA í knattspyrnu átti fantagóðan leik þegar liðið sigraði Völsung í fjórðu umferð 1. deildar kvenna á Akranesvelli í gærkvöldi. Fyrir umferðina voru Skagakonur með þrjú jafntefli að baki og efalaust hungraðar í sigur og stigin þrjú. Völsungur aftur á móti hafði átt erfitt uppdráttar í mótinu og hafði liðið tapað öllum sínum viðureignum.…Lesa meira

true

Tóku þátt í Aldursflokkameistaramóti í sundi

Um síðustu helgi fór Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi fram í Hafnarfirði. Mótið er bæði keppni á milli liða, þar sem átta fyrstu sundmenn í hverri grein og hverjum aldursflokki gefa stig, og einnig eru stigahæstu sundmenn hvers aldursflokks krýndir. Alls tóku 20 sundfélög þátt í mótinu og voru keppendur 285. Sundfélags Akraness mætti til leiks…Lesa meira

true

Gerðu fýluferð norður

Káramenn þurftu að sætta sig við eins marks tap er þeir heimsóttu Ólafsfirðinga í KF í gærkvöldi í 3. umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu. Skagamenn byrjuðu hins vegar betur í leiknum. Þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleilks á 17. mínútu. Þar var á ferðinni Jón Vilhelm Ákason. Síðari hálfleikur var áhugaverður en engu líkara…Lesa meira

true

Þriðja jafnteflið í röð hjá Skagakonum

Kvennalið ÍA í fótbolta gerði jafntefli gegn Hafnarfjarðarliðinu Haukum þegar liðin áttust við í 3. umferð 1. deildar kvenna á Ásvöllum í gærkvöldi. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur. Skagakonur komu beittar til leiks og gáfu tóninn strax á 6. mínútu. ÍA fékk hornspyrnu sem Haukastúlkum mistókst að hreinsa frá með þeim afleiðingum að knötturinn fór…Lesa meira