Íþróttir

true

Keppnin Álmaðurinn verður á morgun

Keppt verður í þríþrautarkeppninni Álmanninum á Akranesi á morgun, fimmtudaginn 2. júlí. Um er að ræða þríþraut þar sem er synt, hlaupið og hjólað á Langasandi og Akrafjalli. Skipulag Álmannsins er í höndum líkamskræktarstöðvarinnar Ægis með stuðningi frá Björgunarfélagi Akraness og ÍA. Keppni hefst kl 18:30 á bílastæðinu við Akraneshöllina og lýkur við Langasand. Fyrst…Lesa meira

true

Sannfærandi heimasigur Borgnesinga

Skallagrímsmenn sýndu góða frammistöðu gegn KFB í Borgarnesi er þeir sigruðu Bessastaðamenn 5-1 í gærkvöldi. Liðin leika í C riðli 4. deildar karla í knattspyrnu og var þetta þriðja umferð móts sem endaði eins og fyrr segir, með Skallasigri. Heimamenn byrjuðu í vægast sagt banastuði og skoruðu fyrstu þrjú mörkin á innan við fyrstu tíu…Lesa meira

true

Púttað í veðurblíðunni

Í dag er fyrsta af þremur mótum sumarsins haldið sem félag eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð spila sín á milli í sumar. Seinni mótsdagarnir verða í Nesi í júlí og Borgarnesi í ágúst. Fimmtíu manna hópur kom saman eftir hádegið á púttvellinum við Garðavöll. Lýkur keppni síðdegis. Veðrið lék við fólkið, en 23…Lesa meira

true

Sumarmót eldri borgara í pútti að hefjast

Baráttan milli Akurnesinga og Borgarbyggðar í pútti eldri borgara hefst í dag. Um er að ræða þriggja daga mót félaganna, sem fer milli golfvalla á svæðinu. Í dag klukkan 13.30 hefst keppni á Akranesi. Annar keppnisdagur verður á Reykholtsdalsvelli í Nesi 21. júlí en mótið endar síðan á Hamri við Borgarnesi 13. ágúst.Lesa meira

true

Kjöldregnir á heimavelli

Víkingur Ó. þurfti að játa sig sigraðan þegar Keflvíkingar unnu sannfærandi sigur á Ólafsvíkurvelli í 2. umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu í gærkveldi. Bæði lið höfðu unnið sína leiki í fyrstu umferð og mátti því búast við hörku leik. Leikurinn fór hægt af stað en það voru gestirnir sem reyndust sprækari á upphafs mínútunum.…Lesa meira

true

Metþátttaka var í Snæfellsjökulshlaupinu

Snæfellsjökulshlaupið fór fram í tíunda skiptið í gær. Var hlaupið frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur. Þetta er um 22 kílómetrar og er erfið hlaupaleið á köflum, þar sem hlaupið er upp brekkur og um snjóalög. Keppendur voru að þessu sinni 270 sem er metþátttaka. Hjónin Fannar Baldursson og Rán Kristinsdóttir hafa haldið utan um…Lesa meira

true

Skallagrímsmenn á toppinn

Meistaraflokkur Skallagríms í knattspyrnu karla fer vel af stað á Íslandsmótinu og hefur nú sigrað fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Borgnesingar tóku efsta sætið í 4. deild karla C-riðli eftir góðan útisigur gegn KM í gærkvöldi. Þeir gul- og grænklæddu heimsóttu liðsmenn Knattspyrnufélags Miðbæjar Reykjavíkur eða KM á KR-vellinum í Reykjavík. Bæði mörk leiksins…Lesa meira

true

Skagamenn áfram í Mjólkurbikarnum

Mikill spennuleikur átti sér stað í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla þegar ÍA og Kórdrengir mættust í gærkvöldi. Leikurinn var spilaður í Safamýrinni í Reykjavík. Allt stefndi í skyldusigur Skagamanna en þeir spila í úrvalsdeild karla á meðan Kórdrengir eru nýliðar í 2. deild. Það kom því efalaust sumum á óvart að fyrsta mark leiksins kom…Lesa meira

true

Bikarleikir framundan

Í þessari viku verður spilað í 32ja liða úrslitum Mjólkur-bikarkeppni karla í knattspyrnu. Tvö Vesturlandslið eru í pottinum. ÍA mætir Kórdrengjunum á Framvellinum í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 24. júní klukkan 19:15. Víkingur Ólafsvík tekur svo á móti nöfnum sínum úr Reykjavík á Ólafsvíkurvelli klukkan 19:15 fimmtudaginn 25. júní. Sextán liða úrslit bikarmótsins hefjast svo…Lesa meira

true

Jafntefli ÍA-kvenna

Skagakonur mættu Víkingi Reykjavík fyrir helgi í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í fótbolta. Liðin skiptust á um að sækja í upphafi leiks og voru bæði til alls líkleg. ÍA átti dauðafæri á 25. mínútu þegar Víkingur bjargaði á línu eftir mikinn darraðadans í teignum. Stuttu seinna náði Nadía Atladóttir að koma Víkingskonum yfir á…Lesa meira