Íþróttir

true

VÍS bikarinn í körfuknattleik

Dregið var í VÍS bikarnum í körfuknattleik á þriðjudaginn. Skallagrímur og Hamar mætast í forkeppni VÍS bikars karla en liðið sem sigrar mun komast í undankeppnina og mætir þar Sindra í keppni um sæti í 16 liða úrslitum bikarsins. Búið er að draga í 16. liða úrslit VÍS bikars kvenna. Þar mun Skallagrímur mæta Valskonum…Lesa meira

true

Ísland mætir Þýskalandi í kvöld

Íslenska A landslið karla í knattspyrnu mætir Þýskalandi í Duisburg í kvöld, fimmtudag, kl: 19:45. Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni fyrri HM 2022 og jafnframt 500. leikur íslenska liðsins frá upphafi. Ísland á að leika þrjá leiki í undankeppninni í mars. Strákarnir mæta Armeníu á sunnudaginn, 28. mars, og Liechtenstein næsta miðvikudag, 31.…Lesa meira

true

Íslandsmótinu í körfubolta frestað

Í ljósi hertari samkomutakmarkana sem tóku gildi á miðnætti hefur öllum leikjum í Íslandsmótinu í körfubolta verið frestað ótímabundið. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort og hvenær þeir leikir sem frestast munu fara fram en það mun skýrast þegar fram líða stundir.Lesa meira

true

Ungmenni af Skaganum gerðu það gott í keilunni

Um liðna helgi fór fram Íslandsmót ungmenna í keilu. Þar fékk ÍA þrjá Íslandsmeistaratitla en alls tóku níu ungmenni þátt frá Keilufélagi Akraness. Á þessum árstíma koma í ljós framfarir eftir æfingar vetrarins og sáust þær greinilega á þessu móti. Í fimmta flokki hlutu Friðmey Dóra Richter og Haukur Leó Ólafsson viðurkenningu, en í yngstu…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir Álafossi og spilar næst við golfklúbbinn

Leikmenn Skallagríms úr Borgarnesi léku á sunnudaginn gegn Álafossi í Lengjubikarnum og fór leikurinn fram í Mosfellsbæ. Álafoss sigraði í leiknum 3:1. Heimamenn náðu tveggja marka forystu með þriggja mínútna millibili um miðja fyrri hálfleikinn, með mörkum Kristins Arons Hjartarsonar og Ingva Þórs Albertssonar. En eftir hálftíma leik var einum leikmanni Álafoss vísað af leikvelli…Lesa meira

true

Ekki fengið stig í níu leikjum í röð

Snæfell tapaði sínum níunda leik í röð þegar liðið tapaði fyrir Haukum, 98-68, í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn. Leikið var í Hafnarfirði. Bæði lið mættu sterk til leiks og skiptust á um að leiða fyrstu mínúturnar. Þá komust heimakonur fimm stigum yfir um tíma en Snæfell svaraði og minnkaði muninn í eitt…Lesa meira

true

Skallagrímur sigraði Sindra á föstudaginn

Skallagrímur lagði Sindra, 82-73, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikið var í Borgarnesi á föstudaginn. Bæði lið mættu sterk til leiks og skiptust á um að leiða fyrstu fimm mínútur. Þá náðu Borgnesingar að skríða fram úr gestunum en komust ekki lengra en fimm stigum frá þeim í fyrsta leikhluta, 22-17.…Lesa meira

true

Borgnesingar töpuðu í Keflavík

Skallagrímskonur töpuðu gegn Keflvíkingum á útivelli, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn. Keflavík sigraði með 74 stigum gegn 51 stigi Skallagríms. Heimakonur voru komnar 5-0 yfir eftir aðeins eina mínútu en Borgnesingar virtust þá finna taktinn og náðu Keflvíkingum. Þær komust stigi yfir um miðjan fyrsta leikhluta en heimakonur komust…Lesa meira

true

ÍA með fjóra klifrara á verðlaunapalli

Fyrsta móti af fjórum í Íslandsmeistarmótaröðinni 2021 í klifri fór fram á laugardaginn í Klifurhúsinu í Reykjavík. ÍA mætti með stóran hóp klifrara í yngri flokkum (B-og C-flokki) og hefur keppnishópurinn aldrei verið stærri. „Leiðasmiðir lögðu upp með fjölbreyttar leiðir, sem einkenndust af erfiðum samhæfingar hreyfingum og jafnvægi. Leiðirnar voru allar í erfiðari kantinum og…Lesa meira

true

Skagakonur töpuðu naumlega

Skagakonur mættu stöllum sínum úr Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum í fótbolta á föstudagskvöld, í leik sem fam fór í Akraneshöllinni. Leiknum lauk með naumum sigri Víkings 3:2. Víkingur leiddi 2:0 í hálfleik með mörkum þeirra Nadíu Atladóttur og Dagnýjar Rúnar Pétursdóttur og fátt benti til annars en að öruggur sigur Víkings væri í höfn þegar…Lesa meira