Íþróttir

true

Kári tapaði fyrir Tindastóli

Knattspyrnufélagið Kári hélt í Skagafjörðinn í gær og atti kappi við Tindastól á Sauðárkróki í Lengjubikar karla. Káramenn byrjuðu leikinn vel og Andri Júlíusson kom þeim yfir strax á 17. mínútu. Enn vænkaðist hagur Kára þegar einum leikmanni Tindastóls var vikið að leikvelli um miðjan fyrri hálfleikinn. En skjótt skipast veður í lofti. Því síðustu…Lesa meira

true

Skallagrímskonur töpuðu naumlega í Hafnarfirði

Skallagrímur varð að sætta sig við tap gegn Haukum, 73-69, þegar liðin mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði í Domino‘s deild kvenna í gærkvöldi. Haukakonur komu sterkari til leiks í upphafsfjórðungnum en Borgnesingar tóku fljótlega við sér og komust yfir í smá stund eftir nærri sjö mínútur en misstu svo heimakonur fram úr sér aftur og…Lesa meira

true

Snæfell tapaði fyrir Fjölni

Snæfellskonur máttu játa sig sigraðar gegn Fjölni, 79-71, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikið var í Grafarvoginum. Bæði lið mættu sterk til leiks og skiptust á að leiða í fyrsta fjórðungnum en Fjölniskonur voru þremur stigum yfir, 16-13, þegar leikhlutinn kláraðist. Fjölnir hélt forystunni í öðrum leikhluta en Hólmarar…Lesa meira

true

Skagamenn fá framherja úr Fylki

Knattspyrnumaðurinn Hákon Ingi Jónsson, framherji úr Fylki, hefur gengið til liðs við Skagamenn. Hákon Ingi gerði þriggja ára samning við ÍA. Hann hefur leikið allan sinn knattspyrnuferil með Fylki utan eitt ár, sem var árið 2016 en þá lék hann með HK sem þá var undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Hákon Ingi skoraði þá 13…Lesa meira

true

Vel heppnað Bárumót haldið í gær

Síðastliðinn mánudag fór fram Bárumót í sundi í Bjarnalaug á Akranesi. Bárumót er árlegt innanfélagsmót þar sem krakkar á aldrinum 8-12 ára taka þátt. Smá breytingar voru á fyrirkomulagi mótins í ár þar sem Bjarnalaug uppfyllir ekki skilyrði svo foreldrar gætu komið og horft á. Þrátt fyrir það skemmtu krakkarnir sér vel, syntu flott og…Lesa meira

true

Tap hjá Snæfelli eftir góðan fyrri hálfleik

Snæfell tapaði óvænt þegar liðið sótti Keflavík heim í Domino‘s deild kvenna í körfubolta í gær, 85-80. Snæfell hafði yfirhöndina í upphafsfjórðungnum og og leiddi með 17 stigum þegar annar leikhluti hófst. Snæfell hélt áfram að leiða í upphafi annars leikhluta en Keflvíkingar náðu að saxa á forskotið rétt fyrir hléið og aðeins fimm stig…Lesa meira

true

Borgnesingar sigruðu eftir hörkuleik á Selfossi

Skallagrímur hafði betur gegn Selfossi, 68-73, í hörkuspennandi leik í 1. deild karla í körfubolta á Selfossi á föstudaginn. Skallagrímsmenn áttu fyrstu stig leiksins en á fimmtu mínútu tóku Selfyssingar forystuna, héldu henni út upphafsfjórðunginn og leiddu með átt stigum, 22-14, þegar annar leikhluti hófst. Selfyssingar héldu áfram að leiða í leiknum fyrstu mínútur annars…Lesa meira

true

Skagamenn úr leik í Lengjubikarnum

Skagamenn og Keflvíkingur léku á laugardaginn hreinan úrslitaleik hvort liðið myndi fylgja Stjörnunni áfram í 8-liða úrslit Lengjubikarsins úr þeirra riðli. Bæði lið voru fyrir leikinn jöfn að stigum með 7 stig hvort. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni og byrjuðu heimamenn mun betur í leiknum, en Skagamenn unnu sig inn í leikinn og áttu ágæta…Lesa meira

true

Siguroddur og Eldborg sigurvegarar í slaktaumatölti

Síðastliðinn föstudag var keppt í slaktaumatölti í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum í Faxaborg. Siguroddur Pétursson varð efstur á hryssunni Eldborgu frá Haukatungu Syðri I með einkunnina 7,20. Hann leiðir jafnframt í einstaklingskeppninni á mótinu með 20 stig, Anna Björk Ólafsdóttir er með 17 og Þórdís Erla Gunnarsdóttir þriðja með 13 stig. Efstur í B úrslitum varð…Lesa meira

true

Úrslit af fyrsta KB mótinu

Í gær fór fram fyrsta mót vetrarins í KB mótaröðinni í hestaíþróttum á keppnisvellinum í Borgarnesi. Keppt var í öllum flokkum í T7, sem er hægt tölt og fegurðar tölt. Flokkaskipting var barna,- unglinga,- ungmenna,- 2. flokkur, 1. flokkur og að auki flokkur fyrir 50+. Pollaflokkur keppti inni í reiðhöll. Stefna mótshaldara er að næst…Lesa meira