Íþróttir

true

KM náði í sitt fyrsta stig gegn Reyni Hellissandi

Reynir Hellissandi lék gegn liði KM í gær á KR vellinum í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Heimir Þór Ásgeirsson kom Reynismönnum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með sínu sjöunda marki í sumar. KM náði hins vegar að jafna á 82. mínútu leiksins með marki frá Luis Sanchez og fyrsta stig KM í sumar…Lesa meira

true

Jafntefli í Borgarnesi

Skallagrímsmenn gerðu jafntefli á laugardaginn í leik gegn Uppsveitum þegar liðin áttust við í B-riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Gestirnir úr Uppsveitum skoruðu fyrsta mark leiksins á 25. mínútu. Þá var á ferðinni Pétur Geir Ómarsson. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í hálfleiknum. Seinni hálfleikur var…Lesa meira

true

Lokamót Pílufélags Akraness

Það var sjálfur Akranesmeistarinn Sverrir Þór Guðmundsson sem stóð uppi sem sigurvegari á lokamóti Pílufélags Akraness sem haldið var í síðustu viku á lokahófi félagsins. Lokarimman í útsláttarkeppni í cricket var á milli hans og Sigurður Tómassonar og var viðureignin jöfn og hörkuspennandi. Tvær sveitir keppa á vegum félagsins í deildarkeppni Pílukastfélags Reykjavíkur og kepptu…Lesa meira

true

Dregið í 16-liða úrslit á mánudag í Mjólkurbikarnum

Dregið verður í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu mánudaginn 28. júní kl. 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í Reykjavík. Um er að ræða 16-liða úrslit karla og undanúrslitakeppni kvenna. Undanúrslit kvenna fara fram 16. júlí. Nú þegar hefur lið Vals tryggt sér sæti í undanúrslitum en þrír leikir fara fram í 8-liða úrslitum í kvöld, föstudag.…Lesa meira

true

Kári úr leik í Mjólkurbikarnum

Annarrardeildar liðið Kári þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn úrvalsdeildarliði KR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins, rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þar var á ferðinni Marinó Hilmar Ásgeirsson fyrir Káramenn sem skoraði á 40.…Lesa meira

true

Skagamenn áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins

ÍA vann góðan 3-0 sigur á fyrstu deildar liðinu Fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar liðin mættust á Akranesvelli í gærkvöldi í einmuna veðurblíðu. Fyrsta mark kom strax á fimmtu mínútu frá heimamönnum. Þá átti Alex Davey flotta sendingu inn fyrir vörn Fram á Morten Beck, sem skilaði boltanum í netið, 1-0 fyrir ÍA. Stuttu…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík úr leik í Mjólkurbikarnum

Eyjamenn í KFS slógu Ólsara úr keppni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu þegar liðin áttust við fjörugum leik í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Lokatölur voru 4-2 KFS í vil. Það voru heimamenn sem áttu fyrsta mark leiksins sem kom á 35. mínútu þegar Elmar Erlingsson skilaði knettinum í netið fyrir Eyjamenn. Heimamenn héldu eins…Lesa meira

true

Knattspyrna í hinum ýmsu myndum á Akranesi

Norðurálsmótið í 7. og 8. flokki í knattspyrnu fór fram á Akranesi um liðna helgi. Mótið var að þessu sinni það 36. í röðinni og alls voru keppendur 1.750. Gott veður var alla dagana fyrir utan smá dropa á föstudeginum og ljóst að keppendur og allir þeirra fylgifiskar skemmtu sér konunglega alla helgina. Sjá myndafrásögn…Lesa meira

true

Golfmótið Víkingur Valkyrja í Grundarfirði

Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði hélt golfmótið Víkingur Valkyrja síðasta föstudagskvöld. Fyrirkomulag mótsins var útsláttarkeppni þar sem allir keppendur léku á sama teig, karlar af gulum og konur af rauðum. Lægsta skorið var talið þar sem einn féll út á hverri holu og að lokum var einn sigurvegari í hvorum flokki. Í karlaflokki sigraði Steinar Þór…Lesa meira

true

Kvennalið ÍA fékk skell á heimavelli

Meistaraflokkur kvennaflokks ÍA í knattspyrnu fékk Víking R. í heimsókn á Akranesvöll í gærkvöldi þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Lengjudeildar kvenna. Gestirnir úr Reykjavík reyndust sterkari aðilinn og unnu Skagakonur nokkuð sannfærandi, 5-1. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill. Eina markið kom á 11. mínútu frá Víkingi R. þegar Kristín Erna Sigurlásdóttir skilaði boltanum…Lesa meira