Íþróttir

true

Bikarkeppnin heldur áfram – þrjú Vesturlandslið í eldlínunni

Nokkrir leikir í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu fara fram í dag og á morgun. Um er að ræða 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins en þrjú lið eru nú þegar búin að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Tvö Vesturlandslið verða í eldlínunni í kvöld. Víkingur Ólafsvík mætir KFS á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum kl. 18:00 og ÍA…Lesa meira

true

Keppt verður í Álmanninum í næstu viku

Keppt verður í Álmanninum á Akranesi miðvikudaginn 30. júní. Álmaðurinn er óhefðbundin þríþrautarkeppni þar sem er hjólað , hlaupið og synt. Keppt verður í karla-, kvenna- og liðaflokki óháð kyni. Keppnin hefst við Jaðarsbakka kl. 18:00 þar sem hjólað verður af stað upp að Akrafjalli. Þegar þangað er komið hlaupa keppendur frá rótum Akrafjalls upp…Lesa meira

true

Kári gerði ekki góða ferð norður

Kári á Akranesi lék gegn liði Völsungs frá Húsavík á laugardag í 2. deild karla í knattspyrnu. Völsungur komst yfir á áttundu mínútu þegar Santiago Abalo kom heimamönnum yfir og hann bætti svo við öðru marki á 22. mínútu. Sæþór Olgeirsson skoraði svo þriðja mark Völsungs tíu mínútum fyrir hálfleik og útlitið heldur dökkt hjá…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík enn án sigurs

Víkingur Ólafsvík mætti liði Vestra frá Ísafirði í lokaleik sjöundu umferðar Lengjudeildar karla á laugardaginn í Ólafsvík. Eftir sex mínútna leik skoraði Vladimir Tufegdzic fyrir Vestramenn eftir vandræðagang í teig heimamanna og síðan bætti Nacho Gil við öðru marki á 36. mínútu og staðan 0-2 í hálfleik. Fyrrnefndur Vladimir gerði sitt annað mark og þriðja…Lesa meira

true

Eitt stig á heimavelli hjá Kára

Knattspyrnufélagið Kári lék gegn liði Fjarðabyggðar á laugardaginn í Akraneshöllinni í 2. deild karla í knattspyrnu og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik fyrir utan eitt gott færi Káramanna og í seinni hálfleik var svipað upp á teningnum. Kári var mun betri aðilinn í seinni hálfleik en 15 mínútum fyrir…Lesa meira

true

Reynir Hellissandi tapaði fyrir Herði

Reynir H. lék gegn liði Harðar frá Ísafirði á Ólafsvíkurvelli á föstudagskvöldið í C-Riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Heimir Þór Ásgeirsson kom Reynismönnum yfir strax á annarri mínútu leiksins en Birkir Eydal svaraði með tveimur mörkum fyrir Hörð og staðan í hálfleik 1-2. Það voru síðan þeir Guðmundur Páll Einarsson og Jóhann Samuel Rendall…Lesa meira

true

Jafntefli hjá Skallagrímsmönnum

Skallagrímur lék gegn liði Smára á gervigrasinu í Fagralundi í B-Riðli í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Skallagrímur komst yfir strax á annarri mínútu leiksins með marki Mario Miguel Pascual en heimamenn náðu að jafna eftir tæplega hálftíma leik og var þar að verki Sverrir Haukur Gíslason. Samherji hans, Hlynur Þorsteinsson, varð svo…Lesa meira

true

Kári tapaði þriðja leiknum í röð

Knattspyrnufélagið Kári sem leikur í 2. deild karla í knattspyrnu fór austur á Fáskrúðsfjörð í gær og lék við lið Leiknis í Fjarðabyggðarhöllinni. Eina mark leiksins kom strax á sjöttu mínútu þegar Björgvin Stefán Pétursson hamraði boltann í netið fyrir heimamenn. Káramenn fengu dauðafæri skömmu síðar til að jafna leikinn en boltinn fór rétt fram…Lesa meira

true

Reynir Hellissandi tapaði stórt gegn Ými

Reynismenn léku gegn liði Ýmis úr Kópavogi í B-Riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í Ólafsvík í gærkvöldi. Skemmst er frá því að segja að Reynir þurfti að sætta sig við stórtap, lokatölur 2-6.  Eiður Gauti Sæbjörnsson kom Ými yfir snemma leiks en Heimir Þór Ásgeirsson jafnaði rétt fyrir hálfleik og staðan 1-1. Eiður var…Lesa meira

true

Ósigur hjá Skagastúlkum gegn FH

Kvennalið ÍA, sem leikur í Lengjudeildinni í knattspyrnu, lék gegn liði FH á Akranesvelli í gærkvöldi. Fyrirfram var búist við hörkuleik enda liðin jöfn með sex stig eftir fjórar umferðir en það fór ekki alveg svo. Skagastúlkur voru reyndar mjög öflugar fyrstu 25 mínútur leiksins og hefðu átt að minnsta kosti að gera eitt mark…Lesa meira