Íþróttir

true

Glæsilegur árangur Vestlendinga í 100 mílna hlaupi um helgina

Keppt var í utanvegahlaupinu Hengil Ultra í Hveragerði um helgina. Þar voru um 1300 keppendur skráðir til leiks í sex mismunandi vegalengdum. Tveir Vestlendingar gerðu einkar góða hluti í 100 mílna hlaupinu, sem eru rúmlega 160 km. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir frá Hvanneyri varð fyrsta konan í mark en hún var einn sólarhring, tvær klukkustundir, sjö mínútur…Lesa meira

true

Skagamaðurinn Helgi Laxdal með ótrúlegt stökk

Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikamaður úr Stjörnunni, skrifaði nýjan kafla í fimleikasöguna á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem fram fór á Akranesi um helgina. Helgi framkvæmdi þá erfitt stökk á dýnu sem aldrei fyrr hefur verið framkvæmt á móti í hópfimleikum í heiminum. Í þriðju og síðustu stökkumferð á dýnunni stökk Helgi í framumferð stökk sem var…Lesa meira

true

Vestlendingar gera það gott í kraftlyftingum

Kristín Þórhallsdóttir lyftir yfir gildandi Evrópumetum en þarf alþjóðleg mót til að fá árangurinn metinn Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum var haldið í íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ um helgina. Þar gerði kraftlyftingafólk frá Kraftlyftingafélagi Akraness það gott. Kristín Þórhallsdóttir var stigahæst í flokki kvenna í klassískum kraftlyftingum með 102,78 stig. Þá varð hún…Lesa meira

true

Víkingur Ó náði í sitt fyrsta stig

Víkingur Ólafsvík gerði jafntefli við lið Þórs frá Akureyri í 1. deild karla, Lengjudeildinni í Ólafsvík á laugardaginn. Gestirnir í Þór komust yfir á tíundu mínútu leiksins með marki Orra Sigurjónssonar áður en Kareem Isiaka jafnaði metin fyrir heimamenn skömmu fyrir leikhlé. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks náðu Þórsarar hins vegar aftur forystunni þegar Jakob Snær…Lesa meira

true

Skallagrímur vann Stokkseyri

Skallagrímsmenn gerðu góða ferð á Stokkseyri í gærkvöldi þegar þeir léku við heimamenn og unnu nauman en sterkan sigur, 3-2. Sigurjón Ari Guðmundsson kom Skallagrími yfir eftir 18 mínútna leik og þar við sat í hálfleik. Stokkseyringar jöfnuðu í byrjun síðari hálfleiks en sú sæla stóð ekki lengi yfir því (Super) Mario Miguel Pascual skoraði…Lesa meira

true

Snæfell dregur lið sitt úr Dóminosdeildinni

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Snæfells í Stykkishólmi hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominosdeildinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem körfuknattleiksdeild Snæfells sendi frá sér í gær. Ákveðið hefur verið að skrá liðið í fyrstu deild fyrir komandi leiktíð. „Ástæðan er [erfiður] rekstur sem og að máttarstólpar…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu fyrir KR

Skagamenn léku gegn sínum gömlu erkifjendum í KR á Meistaravöllum í gærkvöldi í Pepsi Max deildinni í fótbolta og töpuðu með þremur mörkum gegn einu. Heimamenn komust strax yfir á sjöundu mínútu leiksins þegar Óskar Örn Hauksson skoraði með föstu skoti og stuttu síðar kom Kjartan Henry Finnbogason KR 2-0 yfir þegar hann skoraði af…Lesa meira

true

Víkingur Ó tapaði fyrir ÍBV

Víkingur Ólafsvík tapaði fjórða leiknum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta í Vestmannaeyjum í gær þegar þeir léku gegn liði ÍBV. Heimamenn komust yfir strax á tíundu mínútu þegar Eyjamaðurinn Sigurður Grétar Benónýsson fékk langa sendingu inn fyrir vörnina og sólaði markmann Víkings, Marvin Darra Steinarsson, og renndi boltanum í autt markið. Eyjamenn voru…Lesa meira

true

Kári enn án sigurs

Knattspyrnufélagið Kári tapaði fyrir liði Njarðvíkur 0:2 í leik sem fram fór í Akraneshöllinni á föstudagskvöld. Hafa Káramenn nú leikið fjóra leiki það sem af er móts, gert eitt jafntefli og tapað þrisvar. Káramenn byrjuðu leikinn vel og var það aðeins frábær markvarsla frá markverði Njarðvíkur sem kom í veg fyrir að þeir næðu forystunni…Lesa meira

true

Skagastúlkur unnu HK

Meistaraflokkur ÍA í Lengjudeild kvenna náði í mikilvæg þrjú stig í gærkvöldi þegar þær unnu lið HK í Kórnum með minnsta mun 1-0. Skagastúlkur fengu nokkur góð marktækifæri í fyrri hálfleik en á 37. mínútu slapp Erla Karítas Jóhannesdóttir, framherji ÍA, í inn fyrir vörn heimamanna og setti boltann af öryggi framhjá markmanni HK. Í…Lesa meira