Íþróttir

true

Karfan byrjar í kvöld

Íslandsmótið í körfuknattleik hefst í kvöld, þegar keppni hefst í Domino’s deild kvenna. Upphafsleikur mótsins er viðureign  Fjölnis og Snæfells í Grafarvogi kl. 18:30, en aðrir leikir hefjast kl. 19:15. Þeirra á meðal er viðureign Hauka og Skallagríms í Hafnarfirði. Vesturlandsliðunum tveimur hefur verið spáð misjöfnu gengi í Domino’s deildinni þennan veturinn. Skallagrími er spáð…Lesa meira

true

Nýttu ekki færin sín

Liðsmenn Víkings Ó. máttu játa sig sigraða gegn Aftureldingu þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var í Mosfellsbæ og lauk leiknum með 1-0 sigri heimamanna. En það var ekki eins og Ólafsvíkingar hafi ekki fengið tækifæri til að koma boltanum í netið. Þau fóru hins vegar forgörðum og því…Lesa meira

true

Öruggur sigur ÍA

Skagamenn unnu öruggan sigur á Gróttu, 3-0, þegar liðin mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var á Akranesvelli og það voru Skagamenn sem réðu ferðinni allan leikinn. Þeir sóttu stíft í upphafi leiks og náðu að brjóta ísinn á 26. mínútu þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skorað beint úr hornspyrnu. Hann…Lesa meira

true

Sigraðar á Sauðárkróki

Skagakonur máttu játa sig sigraðar gegn toppliði Tindastóls, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikið var á Sauðárkróki á laugardaginn og lauk leiknum með 2-0 sigri heimaliðsins. Það var Lára Mist Baldursdóttir sem kom Tindastóli yfir á 34. mínútu leiksins. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og Stólarnir því 1-0…Lesa meira

true

Skallagrímskonur eru Meistarar meistaranna

Skallagrímur sigraði Val, 74-68, þegar leikið var um titilinn Meistarar meistaranna í körfuknattleik kvenna. Leikið var í Borgarnesi í gærkvöldi. Nokkur haustbragur var á leik liðanna framan af leik. Lítið var skorað í upphafi og staðan var 2-2 eftir þrjár mínútur. Liðin tóku þó við sér eftir því sem leið á og Valur leiddi 14-17…Lesa meira

true

Leikur meistara meistaranna verður án áhorfenda

Að beiðni almannavarna, um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir, ákvað stjórn Körfuknattleikssambands Íslands að leikir helgarinnar í meistaraflokkum, það er æfingaleikir meistaraflokka og meistarar meistaranna í kvennaflokki, fari fram án áhorfenda. Jafnframt var því beint til foreldra/aðstandenda leikmanna í yngri flokkum að mæta ekki í íþróttahúsin til að horfa á þá leiki sem fram…Lesa meira

true

Skallagrími spáð öðru sæti en Snæfelli því næstneðsta

Spá formanna, þjálfara og fyrirliða þeirra liða sem keppa í Domino‘s deildum og 1. deildum kvenna var kunngjörð í hádeginu á föstudag. Skallagrími er spáð 2. sæti í Domino‘s deild kvenna en Snæfelli 7. og næstneðsta sæti deildarinnar. Valsliðinu er spáð deildarmeistaratitlinum og auk Skallagríms er því spáð að Keflavík og Haukar komist í úrslitakeppnina.…Lesa meira

true

Dramatík undir lokin þegar ÍA tapaði gegn Val

Sex mörk litu dagsins ljós þegar ÍA tók á móti toppliði Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á fimmtudagskvöld. Því miður fyrir Skagamenn skoruðu gestirnir fjögur markanna og fóru því með 2-4 sigur af hólmi. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir strax á 6. mínútu. Eftir að hafa komist inn…Lesa meira

true

Tap í tíðindalitlum leik

Víkingur Ó. beið lægri hlut gegn Þór þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var á Akureyri og lauk viðureigninni með 1-0 sigri heimamanna. Ólafsvíkingar voru ákveðnari fram á við í upphafi leiks, héldu boltanum vel og áttu nokkrar prýðilegar sóknir. Litlu munaði að þeir kæmust yfir á 18. mínútu…Lesa meira

true

Þrettán smit í gær

Þrettán ný Covid-19 smit greindust innanlands í gær og hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan fyrir verslunarmannahelgi. Aðeins einn þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví en tveir greindumst með virkt smit á landamærunum. Flestir sem greindust eiga ekki í þekktum tengslum við aðra sem hafa smitast, að því er…Lesa meira