Íþróttir

true

Mikilvægur sigur Skagakvenna

ÍA lagði botnlið Völsungs með tveimur mörkum gegn einu, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Leikið var á Húsavík á í gærkvöldi. Sigurinn tryggði Skagakonum mikilvæg stig og liðið fjarlægist botnliðin fyrir lokasprettinn í deildinni. Fyrri hálfleikur var markalaus en í upphafi síðari hálfleiks dró til tíðinda þegar Skagakonur fengu vítaspyrnu. Unnur…Lesa meira

true

Vestlendingar gerðu góða hluti í klassískum kraftlyftingum

Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum fór fram í Njarðvík um helgina. Þar kepptu fyrir hönd Kraftlyftingafélags Akraness þau Alexander Örn Kárason, Helgi Arnar Jónsson og Kristín Þórhallsdóttir auk þess sem Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir keppti fyrir Breiðablik. Vestlendingum gekk öllum vel á mótinu en Alexander Örn keppti í opnum flokki karla undir 93 kg og lyfti…Lesa meira

true

Vel heppnað Akranesmeistaramót að baki

Akranesmeistaramótið í sundi var haldið í Jaðarsbakkalaug föstudaginn 11. september síðastliðinn. Alls tóku 26 sundmenn þátt í mótinu, ellefu ára og eldri. Var mótið mjög vel heppnað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness. Í flokki 11-12 ára voru Adam Agnarsson og Aldís Lilja Viðarsdóttir hlutskörpust og hrepptu því titilinn Akranesmeistarar 2020.…Lesa meira

true

Fjórða tapið í röð

Skagakonur þurftu að játa sig sigraðar þegar þær mættu Augnabliki í 1. deild kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöld. Leikið var á Kópavogsvelli og lauk leiknum með 2-1 sigri Augnabliks. Var þetta fjórða tap Skagakvenna í röð. Skagakonur byrjuðu vel í leiknum og komust yfir strax á 11. mínútu þegar Erna Björt Elíasdóttir skoraði. En tólf…Lesa meira

true

Jafnt á Ólafsvíkurvelli

Lið Víkings Ó. og Grindavíkur skildu jöfn, 2-2, þegar þau mættust í 1. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í Ólafsvík. Gestirnir frá Grindavík voru öflugri í upphafi og komust yfir strax á 11. mínútu leiksins. Eftir innkast barst boltinn á Aron Jóhannsson sem lagði hann snyrtilega framhjá Konráð Ragnarssyni í marki Ólafsvíkinga…Lesa meira

true

Mikill skellur í lokaleiknum

Snæfellingar hafa ekki riðið feitum hesti frá keppni í 4. deild karla í knattspyrnu þetta sumarið. Þeir mættu SR á útivelli í lokaleik tímabilsins í gær og töpuðu mjög stórt, 11-0. Það var gamla markamaskínan Hjörtur Júlíus Hjartarson sem skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, bæði úr vítaspyrnum. Það fyrra á 4. mínútu og það seinna…Lesa meira

true

Kvöddu mótið með stæl

Skallagrímsmenn unnu stórsigur á KM, 5-0, þegar liðin mættust í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Leikið var á Skallagrímsvelli og var þetta síðasti leikur Borgnesinga í deildinni þetta sumarið. Á miðvikudaginn töpuðu Borgnesingar gegn KFB og þar með varð veik von Skallagríms um sæti í úrslitakeppni 4. deildar að engu. En þeir mættu…Lesa meira

true

Tap suður með sjó

Káramenn máttu játa sig sigraða gegn Njarðvíkingum, 2-0, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikið var suður með sjó á sunnudag. Njarðvíkingar fengu óskabyrjun, þegar Kenneth Hogg kom heimamönnum yfir strax á 5. mínútu leiksins. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 í hléinu. Það var síðan…Lesa meira

true

Biðu lægri hlut í fjörugum leik

Skagamenn biðu lægri hlut gegn HK, 3-2, þegar liðin mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikið var í Kópavogi í gær. Leikurinn byrjaði fjörlega, bæði lið sýndu prýðilega sóknartilburði framan af fyrri hálfleik og ísinn var svo brotinn á 23. mínútu. Jón Arnar Barðdal gerði þá vel í vítateig ÍA, sendi boltann út…Lesa meira

true

Veik von Skallagríms orðin að engu

Ljóst er að Skallagrímur kemst ekki í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu, eftir tap á útivelli gegn KFB í gær, 5-3. Fyrir leikinn áttu Borgnesingar veika von um að komast í úrslitakeppnina, en hefðu þurft að sigra síðustu tvo leiki tímabilsins, helst með talsverðum mun, auk þess að treysta á hagstæð úrslit annarra leikja.…Lesa meira