Atvinnulíf

true

Gott hljóð í strandveiðimönnum

Fleiri bátar hafa stundað strandveiðar í sumar miðað við í fyrra. Í þarsíðustu viku voru 607 bátar komnir með strandveiðileyfi, en voru 536 sama dag 2018. Hærra fiskverð og lægri veiðigjöld á sinn þátt í því að fleiri halda til strandveiða þetta árið, eftir fækkun undanfarinna ára. Skagamaðurinn Stefán Jónsson á Grími AK-1 aflaði mest…Lesa meira

true

Tilraunamöstur komin upp á Hróðnýjarstöðum

Tvö tilraunamöstur hafa verið reist í landi Hróðnýjarstaða í Dölum en fyrirtækið Storm Orka áformar að reisa þar vindmyllugarð til raforkuframleiðslu. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnsúsar B. og Sigurðar E. Jóhannessona sem einnig eru landeigendur að Hróðnýjarstöðum. Á vordögum kom starfshópur frá spænska fyrirtækinu Mesawind á svæðið til að reisa möstrin en fyrirtækið…Lesa meira

true

Búið að sjósetja nýja Bárð

Nýr Bárður SH var sjósettur í Danmörku fimmtudaginn 6. júní en hann hefur verið í smíðum hjá Bredgaard Bådeværft í Rødbyhavn þar í landi. Pétur Pétursson útgerðarmaður var viðstaddur sjósetninguna ásamt eiginkonu sinni Lovísu Sævarsdóttur og Pétri syni þeirra. Nýr Bárður er 26,9 metra langur og sjö metra breiður með 2,5 djúpristu. „Mér er sagt…Lesa meira

true

Brottförum fækkar

Brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli voru um 126 þúsund í maí, eða um 39 þúsund færri en í sama mánuði í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 23,6%. „Fækkun hefur verið alla mánuði frá áramótum, í janúar fækkaði brottförum um 5,8%, í febrúar um 6,9%, í mars um 1,7% og í…Lesa meira

true

Tekur tímabundið við Veitum

Guðrún Erla Jónsdóttir, formaður stjórnar Veitna, tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins eða þar til ráðið hefur verið í stöðuna. Á sama tíma stígur hún til hliðar sem stjórnarformaður og mun ekki taka þátt í störfum stjórnarinnar meðan hún gegnir starfi framkvæmdastjóra. Guðrún kemur ekki til með að sækja um stöðuna, að því er fram…Lesa meira

true

Fjöliðjan opnuð á nýjum stað eftir helgi

Stefnt er að því að starfsemi Fjöliðjunnar á Akranesi hefjist a fullum krafti á nýjan leik eftir helgi að Smiðjuvöllum 9. Trésmiðjan Akur er eigandi hússins og hafa tekist samningar milli Akraneskaupstaðar og fyrirtækis um leigu húsnæðisins til ársloka 2020. „Í dag eru stjórnendur og starfsmenn Akurs, sem sýnt hafa verkefninu einstakan velvilja, að vinna…Lesa meira

true

Akraneskaupstaðar mun lækka fasteignaskatta

Eins og greint var frá á vef Skessuhorns í gær hækkar fasteignamat hvergi meira en á Akranesi, þar sem heildarfasteignamat hækkar um 19,1% en fasteignamat íbúða um 21,8%. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að Akraneskaupstaður muni lækka álagningaprósentu fasteignaskatta til að tryggja að staðið verði við yfirlýsingu sem gefin var út við gerð…Lesa meira

true

Leynistaðurinn í Sáinu í Ólafsvík

TheSecretspot eða Leynistaðurinn er matvagn sem staðsettur er á Sáinu í Ólafsvík. Eigendur hans eru þau Kolbrún Þóra Ólafsdóttir og Víðir Haraldsson. Matarvagninn keyptu þau síðasta sumar af vini Víðis sem vantaði að losna við hann. Ákváðu þau að slá til og prófa slíkan rekstur. Þau voru með vagninn á Breiðabliki síðasta sumar og opnuðu…Lesa meira

true

Lagt til að Kaja selji veitingar við Guðlaugu

Bæjarráð Akraneskaupstaðar leggur til að samið verði við Kaju Organic ehf. um veitingasölu í þjónustuhúsi við Guðlaugu við Langasand í sumar. Ráðið samþykkti samstarfssamning milli Akraneskaupstaðar og Kaju organic þess efnis á fundi sínum 31. maí. Um er að ræða tilraunaverkefni sem gildir til 31. ágúst næstkomandi.Lesa meira

true

Starfsemi Wow air hætt

Starfsemi flugfélagsins Wow air hefur verið hætt og öllum flugum félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef flugfélagsins. Á þriðjudaginn hafði verið tilkynnt að skuldabréfaeigendur Wow air hefðu samþykkt að breyta sínum kröfum í félagið í hlutafé. Kröfuhafarnir höfðu þannig í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, forstjóri Wow, því…Lesa meira