2. október 2021
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands

Fréttaveita Vesturlands

StyrkjaGerast áskrifandi
StyrkjaGerast áskrifandi
  • Fréttir
  • Veröld
  • Aðsendar greinar
  • Viðburðir
  • Nýjasta blaðið
Atvinnulíf11.07.2019 09:00
Ljósm. sm.

Tilraunamöstur komin upp á Hróðnýjarstöðum

02.02.2023 08:01

Nýtt íþróttahús yrði ígildi hallar

Lesa meira

02.02.2023 06:01

Óviðunandi aðstæður fyrir flutning á laxi yfir Breiðafjörð

Lesa meira

01.02.2023 15:02

Snæfell tapaði fyrir Stjörnunni í toppslag

Lesa meira

01.02.2023 13:23

Stefna að sameiningu níu ríkisstofnana í þrjár

Lesa meira

01.02.2023 13:15

Modestas er enn saknað

Lesa meira

01.02.2023 13:01

Frostskaðar að koma í ljós í sumarhúsum

Lesa meira

Hleð...
Skessuhorn - Fréttaveita Vesturlands
Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 Garðabraut 2a 300 Akranes Sími 433 5500 Ritstjórn: skessuhorn@skessuhorn.is
  • Senda inn efni
  • Nýburar
  • Auglýsingar
  • Starfsfólk
  • Fyrirtækið
  • Nýjasta blaðið
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn

© 2017–2023 Allur réttur áskilinn Skessuhorn.

Tvö tilraunamöstur hafa verið reist í landi Hróðnýjarstaða í Dölum en fyrirtækið Storm Orka áformar að reisa þar vindmyllugarð til raforkuframleiðslu. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnsúsar B. og Sigurðar E. Jóhannessona sem einnig eru landeigendur að Hróðnýjarstöðum. Á vordögum kom starfshópur frá spænska fyrirtækinu Mesawind á svæðið til að reisa möstrin en fyrirtækið sérhæfir sig í smíði þeirra og uppsetningu. Tilraunamöstrin eru 100 metrar á hæð og munu vera í sömu hæð og áætlaðar vindmyllur að spöðum frádregnum. „Möstrin voru sett upp í bútum, byggt smátt og smátt ofan á. Það var vindasamt þegar hópurinn var hjá okkur og ég get sagt þér að Manuel hjá Mesawind hafði áhyggjur af stöðunni um tíma. Hann sagðist ekki geta sent mann til að reisa möstrin í 100 metra hæð í svona roki. Að endingu var ákveðið að vinna þetta á nóttunni því þá reyndist vindur hægari. Það er allt sem bendir til þess að þetta sé gott svæði fyrir vindmyllur, það blæs nóg,“ segir Magnús B. Jóhannesson framkvæmdastjóri Storm Orku í samtali við fréttaritara. Staða verkefnisins er sú að það er nú í umhverfismati og búið að senda inn gögn til Skipulagsstofnunar til umsagnar. Að sögn Magnúsar er ferlið á góðu róli og undirbúnings- og rannsóknarvinna í gangi. „Það er eðlilegur gangur á þessu. Við höfum lokið einhverjum rannsóknum en eigum töluvert eftir. Verkefnið tekur tíma, við erum búnir að vinna að þessu í þrjú ár og eigum örugglega annað eins eftir,“ segir Magnús um framgang verkefnisins.