Atvinnulíf

true

Eyjafénu safnað og siglt með í land

Þegar flestir bændur landsins halda til fjalla og smala fé þá halda eyjabændur til hafs og heimta fé í eyjum og hólmum. Síðastliðinn laugardag héldu breiðfirskir eyjabændur út í einar sjö eyjar til að heimta fé úr sumarbeitinni. Farið var í blíðskaparveðri og gekk ferðin að óskum. Að sögn kunnugra hefur þessi háttur verið viðhafður…Lesa meira

true

Verslunin Blómsturvellir 50 ára

Verslunin Blómsturvellir á Hellissandi fagnaði 50 ára starfafmæli sínu síðastliðinn laugardag. Boðið var upp á kræsingar í tilefni dagsins og að sögn Júníönu Bjargar Óttarsdóttur var fjölmenni sem fagnaði þessum áfanga með aðstandendum verslunarinnar. Júníana sagði frá því að verslunin hafi fyrst verið starfrækt í bílskúr foreldra hennar árið 1968. Síðan keyptu þau gömlu Blómsturvelli…Lesa meira

true

Ferðamönnum fækkaði um 2,8%

Brottfarir erlendra farþega frá Leifsstöð í ágúst síðastliðnum voru um 276 þúsund talsins samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia. Þær voru tæplega átta þúsund færri en í ágúst á síðasta ári, en það nemur 2,8% fækkun. Í samanburði við árin þar á undan fjölgaði brottförum um 17,6% milli ára 2016 og 2017, 27,5% milli áranna 2015…Lesa meira

true

Vinnustofan Skærin á vinnuborðinu opnuð á Akranesi í september

„Ég byrjaði upphaflega árið 2010 í samstarfi við vinkonu mína. Við byrjuðum að sauma úr gömlum bolum því við áttum ekki pening fyrir efni. Við saumuðum ýmislegt og héldum svo sýningar. Það tókst svo vel til að við opnuðum saumastofuna Origami. Við stukkum þá í djúpu laugina og það gekk vonum framar. Vinkona mín hætti…Lesa meira

true

Fasteignasalan Hákot er 25 ára

Fasteignasalan Hákot á Akranesi fagnaði 25 ára afmæli nú fyrir skemmstu. Hákot stofnuðu hjónin Daníel Rúnar Elíasson og Halla Ingólfsdóttir föstudaginn 23. júlí 1993 á 8 ára afmælisdegi sonar þeirra. Af tilefni afmælisins hitti blaðamaður Skessuhorns Daníel í húsnæði Hákots við Kirkjubraut 12 á Akranesi og fór með honum yfir farinn veg. Áður en Daníel…Lesa meira

true

Annir í heyskap um allt Vesturland í síðustu viku

Bændur á vestanverðu landinu hafa ekki átt sjö dagana sæla í sumar. Erfiðlega hefur gengið að heyja fyrir skepnurnar vegna vætutíðar sem verið hefur nær óslitið í júní og júlí. Veður var þó skaplegra í síðustu viku og sólin skein nokkra daga í röð. Bændur um allt Vesturland nýttu tækifærið, slógu tún sín og söfnuðu…Lesa meira

true

Veita leyfi fyrir vindmöstrum

Umsókn Storm orku ehf. um uppsetningu á þremur möstrum til vindmælinga að Hróðnýjarstöðum var til umfjöllunar á síðasta fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd hafði áður tekið jákvætt í erindið en kallað eftir betri gögnum, s.s. uppdrætti með nákvæmri staðsetningum vegslóða og mastra. Sveitarstjórn samþykkti með fjórum atkvæðum gegn þremur að veita Storm orku ehf.…Lesa meira

true

Kallabakarí opnar á nýjum stað

Kallabakarí á Akranesi opnar dyr sínar fyrir viðskiptavinum í nýju húsnæði að Innnesvegi 1 kl. 7:00, eða eftir rétta klukkustund. Bakaríið flytur frá Suðurgötu þar sem það hefur verið starfrækt frá því fyrirtækið var stofnað árið 1967. Brauða- og kökugerðin hefur verið opinbert nafn bakarísins, en í daglegu tali nefnt Kallabakarí. Bræðurnir Alfreð Freyr og…Lesa meira

true

Skaginn 3X gerir milljarðasamning í Rússlandi

Skaginn 3X hefur skrifað undir samning um heildarlausn í nýja verksmiðju sem fyrirtækið Lenin Kolkhoz er að byggja í Petropavlosk á Kamtsjatka-skaganum í Austur-Rússlandi. Skrifað var undir við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Moskvu á miðvikudag, 25. júlí. Kælismiðjan Frost mun sjá um allt kælikerfi verksmiðjunnar. Verður það að fullkomnustu gerð og mun standast…Lesa meira

true

Friðbjörn ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Fisk Seafood

Snæfellingurinn Friðbjörn Ásbjörnsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood ehf. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að auk almennra verkefna fyrir félagið muni hann í krafti reynslu sinnar á liðnum árum sinna sérstaklega starfseminni á Snæfellsnesi. „Friðbjörn starfaði áður sem framkvæmdastjóri Soffaniasar Cecilssonar hf. sem m.a. gerir út skip og rekur fiskverkun í Grundarfirði. FISK Seafood…Lesa meira