Fréttir
Starfsfólk HMS metur leitarmannakofann á Ljárskógarfjalli sem íbúðarhúsnæði í Dalabyggð, enda var ekki sóst eftir aðstoð staðkunnugra þegar skýrslan var samin.

HMS svarar gagnrýni um meintar tómar íbúðir í Dalabyggð

Jónas Atli Gunnarsson teymisstjóri hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gerir athugasemd við frétt hér á vefnum fyrr í dag vegna ofmats á tómum íbúðum í Dalabyggð. „Í fréttinni vísið þið í síðustu mánaðarskýrslu HMS sem greinir frá því að varfærið mat okkar bendi til þess að allt að 6,5% allra fullbúinna íbúða séu tómar. Í mánaðarskýrslunni kemur skýrt fram hvernig við skilgreinum tómar íbúðir, en það eru fullbúnar íbúðir með enga lögheimilisskráningu eða skráðan leigusamning. Með öðrum orðum teljum við að íbúðir sem ekki eru nýttar til fastrar búsetu vera tómar, þar sem ekki er búið í þeim.“ Skrifar Jónas Atli.