
Starfsfólk HMS metur leitarmannakofann á Ljárskógarfjalli sem íbúðarhúsnæði í Dalabyggð, enda var ekki sóst eftir aðstoð staðkunnugra þegar skýrslan var samin.
Átelja vinnubrögð HMS við framsetningu upplýsinga um tómar íbúðir
Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), sem birt var í desember síðastliðnum, var meðal annars fjallað um tómar íbúðir í landinu, þ.e. íbúðarhúsnæði sem ekki er búið í. Í skýrslunni segir m.a: „Tómar íbúðir á Íslandi eru fleiri en 10.000 talsins árið 2024, sem jafngildir um 6,5% allra fullbúinna íbúða. Þetta eru niðurstöður varfærins mats HMS, sem byggir á upplýsingum úr fasteignaskrá, ásamt lögheimilisskráningum frá Þjóðskrá og upplýsingum um virka leigusamninga í Leiguskrá. Niðurstöður úr skýrslu þessari hafa mikið verið til umræðu í fjölmiðlum, en vísbendingar eru um að þær séu rangar, að minnsta kosti er snertir sveitarfélagið Dalabyggð þar sem því er haldið fram að séu 118 tómar íbúðir, en raunin er að slík er ein!