Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum – Úrslit og myndir

Dagana 3.-6. ágúst fór Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fram á félagssvæði Borgfirðings í Borgarnesi. Mótsnefnd segir flotta hesta sem og knapa hafa komið fram á mótinu en sjá mátti glæsilegar sýningar hjá ungum og efnilegum knöpum. Félagar úr Hestamannafélaginu Borgfirðingi unnu hörðum höndum að því að gera mótsvæðið klárt og standa svo vaktina yfir mótsdagana. Nefndin segir mót af slíkri stærðargráðu krefjast mikils undirbúnings en góð liðsheild skilaði vel heppnuðu Íslandsmóti. Mótsstjórn vill koma á framfæri þakklæti til þeirra félaga sem mættu og hjálpuðu til við undirbúning og framkvæmd mótsins.

Samanlagður sigurvegari í unglingaflokki var Sara Dís Snorradóttir sem keppti fyrir Sörla og í barnaflokki sigraði Kristín Eir Hauksdóttir Holaker sem keppti fyrir Borgfirðing. Kristín Eir og Þytur frá Skáney sigruðu Fjórgang V2 og fimi, hún var í öðru sæti í tölti T3, í slaktaumatölti T4 ásamt fimmta sæti í flugskeiði.

Sjá má úrslit mótsins hér að neðan ásamt myndabanka:

 

Þórgunnur og Hnjúkur Íslandsmeistarar í Fjórgangi unglinga

Þórgunnur Þórarinsdóttir og Hnjúkur frá Saurbæ sigruðu Fjórgang V1 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Kaupfélag Borgfirðinga styrkti þessa grein á mótinu og Lífland gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Spretti.

Verðlaunasæti:

Fyrsta sæti: Þórgunnur Þórarinsdóttir / Hnjúkur frá Saurbæ 7,10
2. Ragnar Snær Viðarsson / Kría frá Kópavogi 7,03
3. Sara Dís Snorradóttir / Bálkur frá Dýrfinnustöðum 6,87
4. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Jökull frá Rauðalæk 6,83
5. Matthías Sigurðsson / Æsa frá Norður-Reykjum I 6,70
6. Hekla Rán Hannesdóttir / Grímur frá Skógarási 6,67

 

Kristín Eir og Þytur Íslandsmeistarar í Fjórgangi barna

Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Þytur frá Skáney sigruðu Fjórgang V2 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Brimhestar styrktu þessa grein á mótinu og Lífland gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Spretti.

Verðlaunasæti:

Fyrsta sæti: Kristín Eir Hauksdóttir Holaker / Þytur frá Skáney 6,77
2. Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,57
3. Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir / Laufi frá Syðri-Völlum 6,30
4. Elísabet Líf Sigvaldadóttir / Elsa frá Skógskoti 6,27
5. Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Bragabót frá Bakkakoti 6,07
6. Þórhildur Helgadóttir / Kóngur frá Korpu 5,70

 

Ragnar Snær og Dalvar Íslandsmeistarar í Fimmgangi unglinga

Ragnar Snær Viðarsson og Dalvar frá Dalbæ sigruðu Fimmgang F2 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Toyota styrkti þessa grein á mótinu og Kaupfélag Borgfirðinga gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Hring.

Verðlaunasæti

Fyrsta sæti: Ragnar Snær Viðarsson / Dalvar frá Dalbæ II 6,88
2. Matthías Sigurðsson / Hljómur frá Ólafsbergi 6,67
3. Herdís Björg Jóhannsdóttir / Skorri frá Vöðlum 6,60
4. Þórgunnur Þórarinsdóttir / Djarfur frá Flatatungu 6,57
5. Sara Dís Snorradóttir / Engill frá Ytri-Bægisá I 6,48
6. Kolbrún Sif Sindradóttir / Styrkur frá Skagaströnd 6,24

 

Apríl Björk og Bruni Íslandsmeistarar í Slaktaumatölti T4 barna

Apríl Björk og Bruni frá Varmá sigruðu Slaktaumatölt T4 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Hestaland styrkti þessa grein á mótinu og Lífland gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Herði.

Verðlaunasæti:

Fyrsta sæti: Apríl Björk Þórisdóttir / Bruni frá Varmá 6,2
2. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker / Einar-Sveinn frá Framnesi 5,7
3. Arnór Darri Kristinsson / Brimar frá Hofi 5,37
4. Róbert Darri Edwardsson / Glámur frá Hafnarfirði 5,12
5. Kristín Elka Svansdóttir / Kjúka frá Brúarhlíð 4,95
6. Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir / Gjafar frá Hæl, 4,12

 

Matthías og Dýri Íslandsmeistarar í Slaktaumatöli T4 unglinga

Matthías Sigurðsson og Dýri frá Hrankelsstöðum sigruðu Slaktaumatölti T4 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Fasteignamiðstöðin styrkti þessa grein á mótinu og Lífland gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Herði.

Verðlaunasæti:

Fyrsta sæti:Matthías Sigurðsson / Dýri frá Hrafnkelsstöðum 7,62
2. Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 7,25
3. Lilja Rún Sigurjónsdóttir / Arion frá Miklholti 7,04
4. Fanndís Helgadóttir / Ötull frá Narfastöðum 7
5. Glódís Líf Gunnarsdóttir / Magni frá Spágilsstöðum 6,87
6. Sara Dís Snorradóttir / Eldey frá Hafnarfirði 6,75
7. Jón Ársæll Bergmann / Klaki frá Steinnesi 5,4

 

Hjördís Halla og Flipi Íslandsmeistarar í Tölti T3 barna

Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Flipi frá Bergsstöðum sigruðu Tölt T3 í barnaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Trausti Fasteignasala styrkti þessa grein á mótinu og Lífland gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Sörla.

Verðlaunasæti:

Fyrsta sæti: Hjördís Halla Þórarinsdóttir / Flipi frá Bergsstöðum 6,78
2. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker / Þytur frá Skáney 6,28
3. Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir / Laufi frá Syðri-Völlum 6,22
4. Eyvör Vaka Guðmundsdóttir / Díva frá Bakkakoti 6,22
5. Apríl Björk Þórisdóttir/ Sikill frá Árbæjarhjáleigu 6,11
6. Þórhildur Helgadóttir / Kóngur frá Korpu 6,11

 

Herdís og Kvarði Íslandsmeistarar í Tölti T1 unglinga

Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kvarði frá Pulu sigruðu Tölti T1 í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Sjóvá styrkti þessa grein á mótinu og Lífland gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH var gefinn af Hestamannafélaginu Sörla.

Verðlaunasæti:

Fyrsta sæti: Herdís Björg Jóhannsdóttir / Kvarði frá Pulu 7,56
2. Ragnar Snær Viðarsson / Galdur frá Geitaskarði 7,11
3. Matthías Sigurðsson / Drottning frá Íbishóli 7
4. Sara Dís Snorradóttir / Bálkur frá Dýrfinnustöðum 7
5. Hekla Rán Hannesdóttir / Fluga frá Hrafnagili 6,67
6. Svandís Aitken Sævarsdóttir / Fjöður frá Hrísakoti 6,39

 

Jón Ársæll og Rikki Íslandsmeistarar í 100m flugskeiði

Jón Ársæll Bergmann og Rikki frá Stóru-Gröf ytri sigruðu í 100m flugskeiði í unglingaflokki. Leiknir hestakerrur styrktu þessa grein á mótinu og Kaupfélag Borgfirðinga gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH fyrir gæðingaskeið var gefinn af Hestamannafélaginu Herði.

Verðlaunasæti:

Fyrsta sæti: Jón Ársæll Bergmann / Rikki frá Stóru-Gröf ytri 7,83
2. Þórgunnur Þórarinsdóttir / Gullbrá frá Lóni 8,10
3. Herdís Björg Jóhannsdóttir / Þórvör frá Lækjarbotnum 8,25
4. Sara Dís Snorradóttir / Djarfur frá Litla-Hofi 8,65
5. Kristín Eir Hauksdóttir Holaker / Bragi frá Skáney 8,88

 

Matthías og Tign Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði

Matthías Sigurðsson og Tign frá Fornusöndum sigruðu gæðingaskeið í unglingaflokki á Íslandsmóti barna og unglinga. Dalir verktakar ehf. styrktu þessa grein og Kaupfélag Borgfirðinga gaf gjafabréf til sigurvegara. Farandbikar LH fyrir gæðingaskeið var gefinn af Hestamannafélaginu Sleipni.

Verðlaunasæti:

  1. Matthías Sigurðsson / Tign frá Fornusöndum 7.08
    2. Jón Ársæll Bergmann / Valka frá Íbishóli 6.46
    3. Sara Dís Snorradóttir / Djarfur frá Litla-Hofi 6.33
    4. Dagur Sigurðarson / Tromma frá Skúfslæk 6.21
    5. Þórgunnur Þórarinsdóttir / Gullbrá frá Lóni 6.13
Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira