Þorsteinn í miðju ásamt liðsfélögum sínum í Team Cube. Ljósm. aðsend.

Þorsteinn bikarmeistari í A flokki hjólreiða

Þorsteinn Bárðarson hjólreiðamaður frá Rifi varð bikarmeistari í karlaflokki A sem er efsti styrkleikaflokkur í hjólreiðum. Þorsteinn tók þátt í fjórum bikarmótum í sumar þar sem hann sigraði tvisvar sinnum og lenti í öðru og þriðja sæti í hinum. Notaður er bestur árangur úr þremur keppnum af fjórum og hlaut hann alls 140 stig sem skilaði þessum frábæra árangri. Þorsteinn varð í öðru sæti í fyrstu keppninni í vor og lenti svo í þriðja sæti í næstu keppni á eftir. Svo tók hann þátt í Jökulmílunni á Snæfellsnesi þar sem hann sigraði eins og áður hefur komið fram. Svo um helgina var síðasta keppnin og þar gerði Þorsteinn sér lítið fyrir og sigraði einnig sem tryggði honum bikarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá þessum kraftmikla hjólreiðamanni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira