Samira Suleman skoraði sín fyrstu mörk fyrir ÍA á móti KH. Ljósm. kfia

Skagakonur með góðan sigur

KH og ÍA mættust í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Valsvellinum við Hlíðarenda. Guðlaug Ásgeirsdóttir kom KH yfir strax á fimmtu mínútu en fyrirliðinn Bryndís Rún Þórólfsdóttir jafnaði metin fyrir ÍA rétt fyrir hálfleik. Markamaskínan Samira Suleman skoraði síðan tvö mörk fyrir ÍA í seinni hálfleik og tryggði mikilvægan sigur, 1-3.

ÍA er nú í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig eftir átta leiki en efst er Fram með 24 stig, Grótta og Völsungur í öðru sæti með 23 stig og ÍR í því fjórða með 20 stig. Næsti leikur ÍA er gegn Völsungi á Húsavík næsta laugardag og hefst klukkan 16. Með sigri þar gæti ÍA stimplað sig inn af fullum krafti inn í toppbaráttuna og fyrir úrslitakeppnina sem hefst í lok ágúst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira