Alexandrea tekur við Evrópumeistaratitlinum í klassískri bekkpressu. Mynd: Guðný Guðmarsdóttir.

Alexandrea Rán Evrópumeistari

Í síðustu viku varð Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir Evrópumeistari í klassískri bekkpressu á Evrópumóti í bekkpressu og klassískri bekkpressu sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi. Hún lyfti 110 kg sem var 15 kg meira en annað sætið en Alexandrea á núverandi Íslandsmeistaratitil í sömu grein, með sömu þyngd. Einnig hafnaði Alexandrea í öðru sæti í hefðbundinni bekkpressu þar sem hún lyfti 115 kg. Alexandrea er á síðasta ári í Junior flokki og keppir í mínus 63 kg flokki. Fyrr á árinu varð Alexandra heimsmeistari í bekkpressu á heimsmeistaramóti í Kazakstan. Þar lyfti hún 102,5 kg og varð þriðja stigahæsta kona mótsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira