Brynjar Vilhjálmsson skoraði mark Víkings gegn Hetti/Hugin. Ljósm. Víkingur Ó.

Víkingur Ó og Höttur/Huginn gerðu jafntefli

Víkingur Ólafsvík tók á móti liði Hattar/Hugins á Ólafsvíkurvelli í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og skiptu liðin bróðurlega með sér stigunum, lokatölur 1-1. Brynjar Vilhjálmsson kom Víkingi yfir í byrjun seinni hálfleiks með sínu fjórða marki í deildinni í sumar en Stefán Ómar Magnússon jafnaði metin fyrir gestina á 69. mínútu og þar við sat. Víkingur náði því ekki að fylgja eftir frábærum sigri á toppliði Njarðvíkur í síðustu umferð og situr nú í sjöunda sæti deildarinnar ásamt ÍR með 16 stig eftir 15 leiki, sex stigum frá öruggu sæti.

Næsti leikur Víkings er einmitt gegn ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn og hefst klukkan 14.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira