Reynismenn að fagna markinu gegn KFB. Ljósm. tfk

Reynir tapaði fyrir KFB

KFB og Reynir Hellissandi mættust á Álftanesi í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á föstudaginn og unnu heimamenn í KFB stórsigur, 4-1. Það voru þó gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu með marki frá Benedikt Osterhammer Gunnarssyni. Reynismenn urðu síðan fyrir áfalli þegar lykilmaður í vörn þeirra, Kristófer James Eggertsson, var borinn meiddur af velli fjórum mínútum eftir markið en staðan í hálfleik 0-1 fyrir Reyni.

Heimamenn í KFB reyndust sterkari í síðari hálfleiknum og skoruðu þrjú mörk á tíu mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og það síðasta á lokamínútunni, niðurstaðan öruggur sigur Álftnesinga í húsi.

Reynismenn eru í neðsta sæti riðilsins með þrjú stig eftir tólf leiki og eiga eftir að spila tvo leiki í sumar. Næsti leikur og síðasti heimaleikur sumarsins er næsta föstudag á Ólafsvíkurvelli gegn liði Kríu og hefst klukkan 20.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira