Þau Rannveig Finnsdóttir og Guðmundur A Arason tóku á móti Húsasmiðjubikarnum fyrir hönd Borgfirðinga. Ljósm. Flemming Jessen.

Borgfirðingar höfðu sigur á Skagamönnum í púttkeppni sumarsins

Eldri borgarar af Akranesi og úr Borgarbyggð háðu síðustu púttkeppni sumarsins af þremur að Nesi í Reykholtsdal síðastliðinn fimmtudag. Til leiks mættu 43 keppendur. Í sumar var leikið á þremur stöðum; Hamri, Akranesi og í Nesi. Borgarbyggð hafði betur í síðasta mótinu með 451 höggum gegn 466 höggum Akurnesinga. Lokatölur sumarsins urðu því 1390 gegn 1429 höggum Borgarbyggð í vil. Árangur sjö bestu spilara telur hverju sinni. Rannveig Finnsdóttir og Guðmundur A. Arason tóku á móti Húsasmiðju bikarnum fyrir hönd Borgfirðinga. Þau léku best félaga sinna í lokakeppninni.

Leikið var í stilltu en heldur svölu veðri á fimmtudaginn. Í einstaklingskeppninni var Gestur Sveinbjörnsson hlutskarpastur með 198 högg, Guðrún Helga Andrésdóttir varð önnur með 199 og Sveinn Hallgrímsson þriðji með 203 högg. Alls tóku 66 þátt í þessum mótum sumarsins, en þeim stjórnuðu þeir Flemming Jessen, Ingimundur Ingimundarson og Þorvaldur Valgarðsson. Næsta verkefni púttara er Íslandsmót sem haldið verður á Ísafirði 19. ágúst og septemberpútt að Hamri 8. september.

Skagamaðurinn Gestur Sveinbjörnsson varð hlutskarpastur í einstaklingskeppni sumarsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira