Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar í golfi. Ljósm. GSÍ.

Perla Sól yngst Íslandsmeistara í golfi

Íslandsmótinu í golfi lauk í Vestmanneyjum í dag en mótið hófst á fimmtudaginn. Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR og Kristján Þór Einarsson GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og í annað sinn sem Kristján Þór sigrar á Íslandsmótinu, en hann sigraði árið 2008 þegar mótið fór einnig fram í Vestmannaeyjum. Kristján Þór fékk einnig Björgvinsskálina sem er veitt þeim áhugakylfingi sem leikur á lægsta skorinu í Íslandsmótinu ár hvert. Þetta er í annað sinn sem sú viðurkenning er veitt.

Perla Sól er fædd árið 2006 og er hún næst yngsti kylfingurinn sem fagnar Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki. Perla Sól verður 16 ára í september en Ragnhildur Sigurðardóttir var nýorðin 15 ára þegar hún varð Íslandsmeistari á Jaðarsvelli á Akureyri árið 1985. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira