Íslensku keppendurnir á mótinu. Ljósm. ÍA.

Einar Margeir tekur þátt í Evrópumótinu í sundi

Í morgun hófst Evrópumeistaramót unglinga í sundi, en það fer fram í Rúmeníu. Alls taka 494 sundmenn frá 42 löndum þátt í mótinu. Fimm íslenskir keppendur eru mættir til leiks og á ÍA einn þeirra; Einar Margeir Ágústsson. Aðrir sundmenn frá Íslandi eru: Freyja Birkisdóttir Breiðabliki, Eva Margrét Falsdóttir ÍRB, Snorri Dagur Einarsson SH og Daði Björnsson SH.

Einar Margeir keppir á mótinu í 50 m skriðsundi, 200 metra bringusundi og 100 metra bringusundi. Í morgun keppti hann í 50 metra skriðsundi og synti á tímanum 29,19. Á fimmtudaginn keppir hann í 200 m bringu og á laugardaginn í 100 m bringu.

Sjá má úrslit á mótinu á: http://ejcotopeni2022.microplustiming.com og beina útsendingu á: https://livestream.com/romania-live…/leneuropeanjunior2022

Líkar þetta

Fleiri fréttir