Selma Dögg og Erna Björt eftir undirritun samningsins. Ljósm. kfia

ÍA semur við unga og efnilega leikmenn

Knattspyrnufélag ÍA hefur gert samning við fimm ungar og efnilegar knattspyrnukonur. Fyrst ber að nefna Önnu Þóru Hannesdóttur sem skrifaði undir nýjan samning sem gildir út tímabilið 2023. Anna Þóra sem er fædd 2002 lék 14 leiki með ÍA í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði eitt mark. Þá hafa þær Selma Dögg Þorsteinsdóttir og Erna Björt Elíasdóttir einnig gert nýja samninga við ÍA sem gilda út tímabilið 2023. Selma Dögg og Erna Björt léku báðar tvo leiki fyrir ÍA síðasta sumar og eru fæddar árið 2002.

Þá gerði ÍA nýjan samning við Lilju Björgu Ólafsdóttur til eins árs en Lilja Björg sem er fædd árið 2003 lék 15 leiki á síðasta tímabili og skoraði eitt mark. Að lokum skrifaði Þorgerður Bjarnadóttir fædd 2003 undir sinn fyrsta samning sem gildir út tímabilið 2023 en hún lék tvo leiki síðasta sumar. ÍA leikur í 2. deild kvenna á Íslandsmótinu í sumar eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Þjálfari liðsins er Magnea Guðlaugsdóttir en hún tók við liðinu í haust.

Þá hefur ÍA hefur gert þriggja ára leikmannssamning við Daniel Inga Jóhannesson. Daníel Ingi er fæddur árið 2007 og lék 14 leiki með 3. flokki ÍA á síðasta tímabili og skoraði í þeim fimm mörk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir