Marvin Darri er genginn til liðs við Vestra á Ísafirði. Ljósm. af facebook síðu Víkings Ó.

Marvin Darri fer frá Víkingi Ólafsvík í Vestra

Vestri frá Ísafirði, sem leikur í Lengudeildinni í knattspyrnu undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar, hefur gengið frá samningi við Skagamanninn Marvin Darra Steinarsson. Marvin Darri er tvítugur og kemur hann til Vestra frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var aðalmarkvörður liðsins síðasta sumar. Hann spilaði 16 leiki þegar Víkingur féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar en á meistaraflokksferlinum hefur hann leikið 14 leiki með Skallagrími árin 2018 og 2019, einn leik með Kára árið 2020 og þá lék hann alla yngri flokkana með ÍA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir