Bjarki Pétursson kylfingur var Íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2020. Ljósm. umsb

Tilnefningar til Íþróttamanns Borgarfjarðar

Kosningu er lokið fyrir Íþróttamann Borgarfjarðar árið 2021 og vegna aðstæðna í samfélaginu hefur verið ákveðið að hafa hátíðina í ár rafræna, sem sagt með svipuðum hætti og í fyrra. Frá þessu er greint á síðu Ungmennasambands Borgarfjarðar. Miðvikudaginn 12. janúar verður myndband með Íþróttamanni Borgarfjarðar birt á www.umsb og á facebook síðu sambandsins. UMSB hefur fengið tækninefnd Menntaskóla Borgarfjarðar með sér í samstarf og ætla þau að klippa saman og útbúa myndband um Íþróttamann Borgarfjarðar.

Alls eru 13 íþróttamenn tilnefndir, sjö konur og sex karlar. Þeir sem eru tilnefndir eru eftirfarandi í stafrófsröð: Alexandrea Rán Guðnýjardóttir kraflyftingar, Bjarki Pétursson golf, Bjarni Guðmann Jónsson körfubolti, Embla Kristínardóttir körfubolti, Erla Ágústsdóttir ólympískar lyftingar, Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frjálsar íþróttir, Heiður Karlsdóttir körfubolti, Helgi Guðjónsson knattspyrna, Jósep Magnússon hlaup, Kolbrún Katla Halldórsdóttir hestaíþróttir, Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingar, Sigursteinn Ásgeirsson frjálsar íþróttir og Viktor Már Jónasson knattspyrna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir