VÍS bikarinn færður til mars

Stjórn KKÍ kom saman á fjarfundi í gær og tók þá ákvörðun að færa VÍS bikarinn í körfuknattleik til 16.-20. mars að tillögu mótanefndar. Þetta þýðir að fyrirhuguð VÍS bikarvika verður ekki leikin í næstu viku. Þetta er gert í ljósi fjölda einstaklinga í sóttkví og einangrun, en sú smitbylgja sem nú gengur yfir hefur þegar haft talsverð áhrif á mótahaldið, en hundruðir einstaklinga eru þátttakendur í VÍS bikarvikunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir