Broddi, Drífa og Elsa. Ljósm. BÍ.

Drífa er tvöfaldur heimsmeistari í badminton

Skagakonan Drífa Harðardóttir átti góðu gengi að fagna á heimsmeistaramóti öldunga í badminton sem fram fór á Spáni um helgina. Fyrst varð Drífa heimsmeistari í tvenndarleik í flokki 40-44 ára ásamt Jesper Thomsen frá Danmörku. Þau sigruðu par frá Englandi 21-19 og 21-10. En hún átti eftir að bæta enn betur við gullmedalíurnar. Ásamt Elsu Nielsen urðu þær heimsmeistarar í tvíliðaleik kvenna en þær sigruðu par frá Kóreu í úrslitum 23-21 og 21-8 í sama aldursflokki. Broddi Kristjánsson varð á mótinu í þriðja sæti í einliðaleik í flokki 60-65 ára þannig að tvö gull og eitt brons er afrakstur íslenska hópsins á heimsmeistaramótinu árið 2021. Badmintonsambandið greindi frá og óskar þeim Elsu, Drífu og Brodda til hamingju.

Líkar þetta

Fleiri fréttir