Guðbjörg Bjartey var með gull í 100 metra skriðsundi.

Extramótið í sundi var um helgina

Það var mikið fjör í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi þegar Extramót Sundfélags Hafnarfjarðar fór fram. 18 sundmenn frá Sundfélagi Akraness tóku þátt en keppendur voru um 280 frá 14 félögum. Alls fengu sundmenn frá ÍA tvö gull, átta silfur og sjö brons og stóðu sig mjög vel, sýndu miklar framfarir frá síðasta móti og er góð vísbending fyrir Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallalaug 13.-14. nóvember.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir sigraði í 100 metra skriðsundi í 16-17 ára flokki og Karen Káradóttir hreppti einnig gullið í 100 metra bringusundi í 14-15 ára flokki. Aðrir sundmenn í verðlaunasæti frá ÍA voru þau Einar Margeir Ágústsson, Enrique Snær Llorens Sigurðsson, Guðbjarni Sigþórsson og Ragnheiður Karen Ólafsdóttir.

Karen Káradóttir vann skriðsundið í flokki 14-15 ára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir