Marinó Hilmar Ásgeirsson og Breki Þór Hermannsson. Ljósm. sgh

Marinó Hilmar valinn leikmaður ársins hjá Kára

Lokahóf Knattspyrnufélagsins Kára fór fram á Jaðarsbökkum á laugardagskvöldið. Vegna kórónufaraldursins var haldið tvöfalt lokahóf í ár þar sem ekki náðist að halda lokahóf árið 2020. Leikmaður ársins 2020 var Dino Hodzic, efnilegastur Elís Dofri Gylfason og Andri Júlíusson var markahæstur með átta mörk í 19 leikjum.

Leikmaður ársins 2021 var Marinó Hilmar Ásgeirsson og hann var einnig markahæstur með sjö mörk í sextán leikjum. Efnilegasti leikmaður Kára var Breki Þór Hermannsson og þá fengu þeir Marinó Hilmar og Andri viðurkenningu fyrir 100 leiki fyrir Kára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir