Skagamenn að fagna titlinum. Ljósm kfía.

ÍA Íslandsmeistari í 2. flokki karla

B-lið 2. flokks ÍA tók við Íslandsmeistaratitlinum á mánudagskvöldið eftir sigur gegn KA/ Dalvík/ Reynir/ Magni í Akraneshöllinni. Liðið sem spilar undir merkjum ÍA/ Kári/ Skallagrímur í sumar lék 18 leiki í deildinni, vann 16, gerði tvö jafntefli og tapaði engum leik. Liðið endaði með 50 stig og markatöluna 84-18 en í öðru sæti var lið Stjörnunnar/ KFG/ Álftaness með 36 stig. Markahæstir voru Franz Bergmann Heimisson með 17 mörk, Steindór Mar Gunnarsson með 11 mörk og Gabríel Ísak Valgeirsson með 10 mörk. Þjálfarar liðsins eru Sigurður Jónsson og Elinbergur Sveinsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir