Skagamenn með stórsigur í botnbaráttuleik

Skagamenn voru rétt í þessu að landa stórsigri, 5-0, gegn Fylki í sannkölluðum fallbaráttuslag í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Spilað var á Akranesvelli við fínar aðstæður. Fyrir leikinn voru Skagamenn á botninum en Fylkir í sætinu fyrir ofan með stigi meira. Hvorugu liði nægði jafntefli til að forðast falldrauginn og því var allt lagt í sölurnar. Úrslitin þýða að enn er von hjá Skagamönnum að halda sér uppi í deild þeirra bestu. Eftir að Fylkir missti mann út af á 12. mínútu dvínaði von gestanna og nýttu heimamenn liðsmuninn strax á 13. mínútu þegar fyrsta markið leit dagsins ljós úr vítaspyrnu. Mörk Skagamanna í leiknum gerðu þeir Steinar Þorsteinsson, Hákon Ingi Jónsson, Jón Gísli Eyland, Ingi Þór Sigurðsson og Eyþór Aron Wöhler.

Sjá nánar fína leiklýsingu Stefáns Stefánssonar á mbl.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir