Goran Miljevic tekur við þjálfun kvennaliðs Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi og Goran Miljevic hafa gert með sér samkomulag um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks kvenna næstur tvö árin. Eins og nýverið var sagt frá ákvað Guðrún Ósk Ámundadóttir að leggja þjálfarastarfið til hliðar. Goran er með mikla reynslu sem þjálfari og hefur þjálfarð meðal annars í Þýskaladi, Serbíu og nú síðast var hann á mála hjá Hapol Eliat í Ísrael. „Hann kemur inn með mikla reynslu og þekkingu á leiknum en hann kemur einnig að þjálfun í yngri flokkunum og þá mun hann sjá um einstaklings- og tækniæfingar ásamt því að vera yngri þjálfurum deildarinnar innan handar,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Goran þekkir ágætlega til hér á landi en hann hefur komið hingað og þjálfað í körfuboltabúðum, nú síðast í Vestrabúðunum 2019. Goran mætir til starfa fljótlega í byrjun ágúst og er nú unnið hörðum höndum að því að gera liðið klárt fyrir veturinn og er von á fleiri fréttum fljótlega, segir í tilkynningu frá félaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir