Úr leik Víkings og Grindavíkur fyrr í sumar.

Leik frestað því smit greindist í leikmannahópi Víkings Ólafsvík

Ákveðið hefur verið að fresta leik Víkings Ó og Fram sem átti að fara fram á Ólafsvíkurvelli í kvöld. Ástæðan er sú að einn leikmaður Víkings hefur greinst með kórónuveiruna og eru allir leikmenn liðsins komnir í sóttkví.

Illa hefur gengið hjá Ólsurum í sumar en þeir eru með tvö stig á botni Lengjudeildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir