Hjónin Steinar og Jófríður með bikarana sína. Ljósm. sk.

Golfmótið Víkingur Valkyrja í Grundarfirði

Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði hélt golfmótið Víkingur Valkyrja síðasta föstudagskvöld. Fyrirkomulag mótsins var útsláttarkeppni þar sem allir keppendur léku á sama teig, karlar af gulum og konur af rauðum. Lægsta skorið var talið þar sem einn féll út á hverri holu og að lokum var einn sigurvegari í hvorum flokki. Í karlaflokki sigraði Steinar Þór Alfreðsson og í kvennaflokki Jófríður Friðgeirsdóttir en þess má geta að Steinar og Jófríður eru hjón.

Líkar þetta

Fleiri fréttir