Bikarkeppnin heldur áfram – þrjú Vesturlandslið í eldlínunni

Nokkrir leikir í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu fara fram í dag og á morgun. Um er að ræða 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins en þrjú lið eru nú þegar búin að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Tvö Vesturlandslið verða í eldlínunni í kvöld. Víkingur Ólafsvík mætir KFS á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum kl. 18:00 og ÍA fær fyrstu deildar liðið Fram í heimsókn á Akranes. Liðin mætast á Akranesvelli kl. 19:15.

Loks á morgun, fimmtudag, mun Kári fá til sín úrvalsdeildarlið KR í Akraneshöllina. Sá leikur hefst kl. 19:15.

Líkar þetta

Fleiri fréttir