Þau Aldís Birna Róbertsdóttir og Stefán Karl Sævarsson fögnuðu sigri í einstaklingskeppni í Álmanninum síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ ki

Keppt verður í Álmanninum í næstu viku

Keppt verður í Álmanninum á Akranesi miðvikudaginn 30. júní. Álmaðurinn er óhefðbundin þríþrautarkeppni þar sem er hjólað , hlaupið og synt. Keppt verður í karla-, kvenna- og liðaflokki óháð kyni.

Keppnin hefst við Jaðarsbakka kl. 18:00 þar sem hjólað verður af stað upp að Akrafjalli. Þegar þangað er komið hlaupa keppendur frá rótum Akrafjalls upp á Háahnjúk og aftur niður. Loks er hjólað sem leið liggur niður á Langasand þar sem tekur við 400 metra sjósund meðfram ströndinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir