Ragnheiður spræk í hlaupinu.

Glæsilegur árangur Vestlendinga í 100 mílna hlaupi um helgina

Keppt var í utanvegahlaupinu Hengil Ultra í Hveragerði um helgina. Þar voru um 1300 keppendur skráðir til leiks í sex mismunandi vegalengdum. Tveir Vestlendingar gerðu einkar góða hluti í 100 mílna hlaupinu, sem eru rúmlega 160 km. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir frá Hvanneyri varð fyrsta konan í mark en hún var einn sólarhring, tvær klukkustundir, sjö mínútur og 58 sekúndur að ljúka hlaupinu. Dalamaðurinn Jósep Magnússon varð annar í hópi karla í 100 mílna hlaupinu þegar hann hljóp á einum sólarhring, einni klukkustund, 15 mínútum og 29 sekúndum. Jósep er búsettur í Borgarnesi og hleypur með hlaupahópnum Flandra í Borgarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir