Reynismenn töpuðu í fyrsta leik

Reynir Hellissandi byrjaði ekki vel í fyrsta leik sínum í C-riðli fjórðu deildar sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. Liðið spilaði gegn KÁ og tapaði með fjórum mörkum gegn engu. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en seint í seinni hálfleiknum skoruðu heimamenn fjögur mörk og uppskáru sanngjarnan 4-0 sigur. Fyrst var það Daði Snær Ingason með mark á 79. mínútu, síðan þeir Alexander Snær Einarsson og Aron Hólm Júlíusson með sitt markið hvor og Sindri Hrafn Jónsson var síðan með mark á lokamínútu leiksins. Næsti leikur Reynis er á Ólafsvíkurvelli þriðjudaginn 25. maí gegn liði Mídasar og hefst klukkan 20.00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir