Tók þátt í undankeppni fyrir heimsleikana í Crossfit

Ingvar Svavarsson á Akranesi keppti um helgina í undankeppni fyrir heimsleikana í Crossfit sem verða haldnir í Bandaríkjunum í ágúst á þessu ári. Ingvar keppti í 35-39 ára aldursflokki en alls tóku þrír þátt í þessum flokki hér á landi. Til þess að komast í þessa undankeppni þarf að vera með bestan árangur sem 10% keppenda ná í sínum flokki og var sú keppni haldin í mars fyrr á þessu ári. Keppt var í fimm æfingum á þremur dögum, þær teknar upp á videó og síðan skilað inn rafrænt. Fyrstu æfinguna fékk Ingvar að taka í íþróttahúsinu við Vesturgötu en hinar fjórar tók hann á sínum heimaslóðum í Crossfitstöðinni Ægi.

Hópur af æstum aðdáendum fylgdi honum eftir í æfingunum um helgina og bókstaflega öskraði hann áfram og sérstaklega í síðustu æfingunni á sunnudag þar sem þreytan var virkilega farin að segja til sín. Ingvar náði því miður ekki takmarki sínu að komast áfram í keppninni en blaðamaður Skessuhorns getur vitnað um að þegar hann kíkti á Ingvar á föstudag í annarri æfingunni að það var ansi hraustlega tekið á því. Ingvar hóf að æfa íþróttina fyrir tveimur árum og tekið ótrúlegum framförum á þessum tíma og það er ljóst að með miklum viljastyrk og dugnaði, eins og Ingvar hefur hefur án nokkurs vafa, er ýmislegt hægt til að komast í fremstu röð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir