Snæfell dregur sig úr keppni í 4. deild

Knattspyrnulið Snæfells, sem ætlaði að taka þátt í A-riðli 4. deildar karla, hefur skráð sig úr keppni á Íslandsmótinu. Erfiðlega hefur gengið að manna liðið í Stykkishólmi og er helsta ástæðan sú að annað lið af Snæfellsnesi, Reynir Hellissandi, tekur þátt í fyrsta skipti í sumar í fjórðu deildinni og hafa margir leikmenn Snæfells gengið til liðs við Reynismenn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir