Védís Agla Reynisdóttir í leiknum. Ljósmyndir/ sas.

Naumt tap Skagans í Lengjudeild kvenna

Meistaraflokkur ÍA spilaði sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í gærkveldi þegar þær mættu Gróttu á Seltjarnarnesi. Skagastúlkur byrjuðu leikinn vel og á 17. mínútu skoraði Védís Agla Reynisdóttir fyrsta mark leiksins. ÍA hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleik en mistókst það og staðan í hálfleik 0-1.

Gróttustúlkur mættu ákveðnar til leiks í þeim seinni og á 60. mínútu jöfnuðu þær metin með langskoti Tinnu Jónsdóttur og rétt fyrir leikslok skoruðu þær sigurmarkið með góðu skoti Maríu Lovísu Jónasdóttur. Næsti leikur ÍA í Lengjudeildinni er heimaleikur gegn Augnabliki miðvikudaginn 12. maí og hefst kl. 19.15 á Akranesvelli.

Skagastúlkur fagna hér marki sínu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir