Svipmynd úr leik Víkings Ó og Gullfálkans á dögunum. Ljósm. úr safni/ af.

Martraðarbyrjun Ólsara

Víkingur Ólafsvík byrjaði ekki vel í fyrsta leik sínum gegn Fram í Lengjudeildinni í Safamýrinni í gærkveldi. Skagamaðurinn Albert Hafsteinsson skoraði mark úr víti á fyrstu mínútu leiksins og lagði svo upp þau tvö næstu fyrir þá Tryggva Snæ Geirsson og Fred Saraiva og staðan orðin 3-0 fyrir Framara eftir einungis fimm mínútna leik. Fljótlega eftir hálfleik kom fyrrnefndur Fred Fram í 4-0 og staðan orðin heldur vonlaus fyrir Víking. Þeir minnkuðu hins vegar muninn á 60. mínútu þegar Framarinn Kyle McLagan varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og skömmu fyrir leikslok skoraði Harley Willard annað mark Víkings úr víti. Lengra komust gestirnir ekki og verða því að sætta sig við tap í fyrsta leik. Næsti leikur Víkings í Lengjudeildinni er heimaleikur gegn Aftureldingu föstudaginn 14. maí kl. 19.15.

Líkar þetta

Fleiri fréttir