Svipmynd úr bikarleik ÍA kvenna um liðna helgi. Ljósm. sas.

Heil umferð í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld

Fyrsta umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með fimm leikjum. Á Vivaldi vellinum úti á Seltjarnarnesi mætast Grótta og ÍA og hefst leikurinn kl. 19.15. Skessuhorn heyrði í Aroni Ými Péturssyni, sem er í þjálfarateymi Skagamanna, og segir hann að Lengjudeildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari og bilið milli liða að jafnast út. Þá segir hann einnig að á Akranesi hafi verið frábært uppeldisstarf í gegnum árin og það að vera með jafn stóran hóp af ungum uppöldum leikmönnum sé einstakt. Við hvetjum Skagamenn að skjótast í bæinn í kvöld og styðja stelpurnar okkar til sigurs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir