Lið Víkings Ólafsvík. Ljósm. af.

Fyrsti leikur Víkings Ó í kvöld

Víkingur Ólafsvík spilar fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í knattspyrnu karla í kvöld. Mótherjar þeirra eru Fram úr Reykjavík og hefst leikurinn kl. 19.15 á Framvelli í Safamýrinni. Víkingur mætir til leiks með nýjan þjálfara í brúnni, Gunnar Einarsson, og sagði hann í viðtali við Skessuhorn sem kom út í gær að Ólafsvík væri lítið samfélag en þar væru öflugir sjálfboðaliðar sem vaða eld og brennistein bara til að sjá félagið vaxa og dafna. Þá sagði hann einnig að það sem þeir standa fyrir og ætla að gera í sumar er að vera samstilltir, hugaðir og hungraðir í að gera eins vel og hægt er hverju sinni. Víkingur er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar, sökum þess hve aftarlega þeir eru í stafrófinu, en Skessuhorn vonast til að sjá þá ofar í töflunni eftir leiki kvöldsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir