Lið Kára, og þá einkum Andri Júlíusson, lét gestina úr Borgarnesi finna til tevatnsins. Ljósm. Kári.

Þrenna hjá Andra í stórsigri Kára í Vesturlandsslagnum

Andri Júlíusson framherji Knattspyrnufélags Kára skoraði þrennu fyrir lið sitt í 5:1 sigri á Skallagrími í Mjólkurbikarleik sem fram fór í Akraneshöllinni í gær. Andri skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með marki úr vítaspyrnu. Fimm mínútum síðar bætti hann öðru marki við. En Skallagrímsmenn náðu að minnka muninn á 25. mínútu með marki Declan Joseph Redmond, en Jón Vilhelm Ákason náði tveggja marka forystu að nýju fyrir Kára með marki á 38. mínútu og staðan því 3:1 í hálfleik. Þannig var staðan þar til um fimmtán mínútur lifðu leiks en þá skoraði Fylkir Jóhannsson fjórða mark Kára og Andri Júlíusson fullkomnaði svo þrennu sína á 81. mínútu leiksins og öruggur 5:1 sigur Káramanna í höfn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir