Svipmynd úr leiknum. Ljósm. sas.

Skagakonur úr leik í Mjólkurbikarnum

Skagakonur eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2:4 tap gegn Augnabliki í leik sem fram fór á Kópavogsvelli í gær. Leikurinn byrjaði vel hjá ÍA þegar Anna Þóra Hannesdóttir kom liði sínu yfir á 19. mínútu. En heimakonur í Augnabliki náðu að jafna metin á 33. mínútu með marki Vigdísar Lilju Kristjánsdóttur og staðan 1:1 í hálfleik.

Snemma í síðari hálfleik náðu heimakonur forystunni með marki Eydísar Helgadóttur, en Dagný Halldórsdóttir jafnaði fimm mínútum síðar fyrir ÍA. En heimakonur í Augnabliki náðu síðan að skora tvö mörk með tveggja mínútna millibili upp úr miðjum síðari hálfleik og tryggja sér sigurinn. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði sitt annað mark og þriðja mark heimamanna og kom þeim yfir að nýju í leiknum en það var síðan Eva María Jónsdóttir sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Gestirnir fagna fyrsta markinu sem Anna Þóra skoraði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir