Öruggur sigur Víkings gegn Þrótti

Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð til Reykjavíkur í gær og sigraði Þrótt nokkuð örugglega 3:1 í Mjólkurbikarnum í leik sem fram fór á Eimskipsvellinum í Laugardal. Það var Harley Bryn Willard sem skoraði fyrsta markið fyrir gestina eftir um hálftíma leik. Willard var aftur á ferðinni þremur mínútum fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu og staðan því 2:0 í hálfleik. Kareem Isiaka skoraði svo þriðja mark Víkinga um miðjan síðari hálfleik. En Þróttarar náðu aðeins að klóra í bakkann skömmu fyrir leikslok með marki Samuels Georgs Ford, en öruggur sigur Víkinga var engu að síður í höfn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir